Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 75
147
fiskum í sama mund verður lítið dekkra og slýjulegt.
fetta er hið hættulegasta augnablik fóstursins, því
sum af þeim farast við þessi umbrot til þess að kom-
ast út. Bezt er, að sporðhlutinn komi fyrst út; við
hreifingu hans nær vatnið inngöngu, og verður því
hægra fyrir fóstrið að komast út. þ>að er ekki eins
heppilegt, að hausinn komi fyrst út, og lakast, ef að
kviðpokinn kemur fyrst, þá er svo hætt við, aðglufan
herpist saman, og fóstrið nái ekki útgöngu.
Af því, er eg hefi skýrt frá, má hafa hugmynd
um, hversu langan tíma þurfi til þess, að fiskurinn
klekist út, og er það misjafnt bæði eptir tegundum,
og hvernig á stendur.
Eptir nýjustu skýrslum, er eg hefi um það efni,
er útklakstími á silungi þannig talinn í Frakklandi:
Með iogr. Cels. eða8Reaum. 40 daga, en með 1 Cels.
eða 8/10 R- i2odaga, ogmeðhlýju, sem að klaki slakn-
ar við eða að eins þiðist, 5—6 mán. Annars klekjast
laxhrogn þar út vanalega á 90—120 dögum, og ung-
arnir lifa á kviðpokanum 30—40 daga, silungar á 100
—120 dögum, og lifa á kviðpokanum 20—30 daga.
En þess ber að gæta, að til útklaksins getur gengið
lengri eða skemmri tími eptir atvikum.
Meðan verið er að klekja eggjunum út, verður
að hafa stöðugt eptirlit á þeim, einkum að sjá um, að
smádýr eða plöntur ekki standi þeim fyrir þrifum; ef
að slíkt kemur á eitt eggið, getur það breiðzt út yfir
hin, og orðið þeim til tjóns. Menn eiga því strax að
taka burt þau eggin, sem skemdir eru á, en það er
alloptast til litils gagns að hreinsa þau, þar eð þau
jafnan eru dauð, og ef þau eru hreinsuð og látin vera
í útklakskassanum, getur eitthvað orðið eptir, sem þá
útbreiðir sig aptur milli eggjanna. Sé svo, að skán
myndist yfir eggin, er bezt að reyna til að ná henni
með litlum pensli, eins og málarar brúka, og hreinsa