Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 76
148
eggin með þvi, að fara hægt um þau með penslinum.
Smádýr og hýðisdýr eru og mjög skaðleg, og verður
að rýma þeim burtu. Til þess að taka upp einstök
egg, er bezt að brúka klýpuna, en ef meira þarf, að
taka, málmþynnuspaða með götum á. Sé svo, að myglu-
þræðir hafi myndazt um eggin annaðhvort frá ófrjövg-
uðum hrognum, eða af öðru, og fleiri egg fylgjast
saman í kökk eða skán, sem að bæði dauð og lifandi
egg eru í, er bezt að halda henni í hendi sér, oglosa
hægt hin lifandi egg úr mygluvefjunum. þess verður
ætíð að gæta, að hin dauðu egg séu tekin svo, að ekki sé
komið við hin lifandi, þvíþaðgetur orðið þeim skaðlegt.
J>að, sem helzt er á móti því, að hafa malar- eða sand-
botn í útklakskössunum, er það, að hrognin felast á milli
steinanna, og er því ekki eins hægt að líta eptir þeim.
J>að gjöra samt allmargir, að brúka malarbotn, ogþykj-
ast í því fara sem næst þvi, er fiskarnir búi um sjálfir
fyrir hrogn sín. Að vísu er nú þetta svo, en þar með
er ekki sagt, að þeir fari svo að einmitt vegna út-
klaksins; til þess geta verið fleiri ástæður, svo sem til
þess að varnast ófriði o. s. frv., en aðalskilyrðið fyrir
útklakinu er, að hreint vatn leiki ávalt um hrognin,
og að vatnið hafi hæfilegan hita, og þessu má ná full-
komlega með því að hafa útklakskassa. En sé smá-
möl brúkuð til þess að klekja hrognum á, skal ávalt
hreinsa hana vel og sjóða í vatni, til þess að allar smá-
pöddur, sem í henni kunna að vera, útrýmist.
það, sem meðal alls annars hefir gefið fiskiklak-
inu svo mikla þýðingu, er, að eggin má flytja úr ein-
um stað í annan, og það alllangan veg, svo þing-
mannaleiðum eða tugum þeirra skiptir. Fyrst sendu
menn þau í vatni, 0g reyndist það ógjörlegt, þegar
um langan veg var að ræða. Gehin og Remy lögðu
eggin á milli laga af malarsteinum, og svo var einnig