Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 77
149
reynt að flytja þau í sandi; en þó að þetta gæti tek-
izt, var það eigi hin bezta eða hentugasta aðferð.
Menn fóru eptir þeirri reglu að flytja hrognin í likum
umbúðum og fiskarnir sjálfir leggja hrogn sín í, en
með því að fara eptir eðli útklaksins, veitti hægt að
finna aðra aðferð. Fijóvgað hrogn er nefnilega lif-
andi og á að verða að fiski. Til þess að geta lifað
og þroskazt, verður það að hafa loptefni það, er það
ekki má án vera, og sem er andrúms- eða lífslopt. í
þessu er um hið frjóvgaða hrogn alveg eins og hvert ann-
að lifandi dýr í sjó eða á landi. Af þessu efni finnst í
sjó og vatni nokkuð, þó það sé svo lítið, að menn ekki
geti séð loptblöðrurnar með augunum. Sé tekið hreint
vatn, lifandi fiskur látinn í það, og svo sett undir lopt-
dælu, og loptið sogið úr því með dælunni, þá missir
vatnið loptefni sín, og fiskurinn deyr af því. Sama
er, ef að fiskur er látinn í nýsoðið vatn, sem er orðið
eins kalt og vatn það, sem fiskurinn er tekinn úr.
Fiskurinn deyr strax, af því að loptefnið hefir farið úr
vatninu við suðuna, og það ekki, um leið og það
kólnaði, hefir fengið tíma til að draga til sín nýtt
lopt.
Eggin brúka loptið, sem er í vatninu, fljótar en
vatnið getur dregið nýtt lopt til sín, og eggin deyja
því af skorti á lífslopti, nema þau fái nýtt lopt með
aðrennsli af nýju vatni. Geti menn, meðan á flutningn-
um stendur, skipt svo opt sem vera skal eða við þarf
um vatn, má vel takast að flytja hrognin, en flutning-
urinn verður við það mjög erfiður, því vatnið verður
einnig að hafa alveg sama hita og eðli, og það sem
skipt er um.
Til þess að eggin hafi nógan vökva og nái nógu
lífslopti, er hentugast að flytja þau í deigum dýjamosa,
hreinum. Hann sogar vatnið til sín eins og njarðar-
vöttur, og á þá að leggjamosann í lögum og hrognin