Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 78
þar á milli. Mosinn heldur vatninu í sér, loptið getur
þreyngt sér innum hann, og ef að hitinn er mátulegur,
dafna hrognin í honum. Menn þurfa ekki í marga
daga að vökva mosann með vatni, svo vel heldur hann
rakanum, ef hann er látinn i vanalega tréöskju. þ>að
er ekki ráðlegt að hella vatni opt á, því ef að þetta
vatn er kaldara, skaðar það eggin,., og þá geta þau
dáið út. pað þarf ekki annað en að vökva efsta mosa-
lagið, því svo dreyfist vatnið niður eptir. þ>að má
heldur ekki hella svo miklu á, að hrognin í neðsta laginu
liggi i vatni, og væri hætt við þessu, ef að ker með
þéttum botni, t. a. m. fata eða krukka, væri brúkuð til
þess. Til þess að komast hjá, að vatn safnist á botn-
inn, er rétt að hvolfa ílátinu, þegar búið er að láta í
það, til þess að það, sem umfram er af vatni, geti
runnið út, og á einnig að gjöra þetta á hverjum degi,
sem að á flutningnum stendur, til þess að deigjan í
mosanum sé jöfn.
Hrognin skal leggja niður á þennan hátt. Fyrst
á að þekja botninn á kerinu eða öskjunni með þykku
lagi af hreinum velþvegnum dýjamosa, sem er þrýst
niður, svo hann verði jafn, þar á ofan er látið einsett
lag af eggjum, svo lag af mosa, sem, áður en hann
er lagður niður, er þrýstur saman með höndunum, svo
hann verði flatur, þar ofan á aptur lag af eggjum, svo
lag af mosa, og er svo haldið áfram, þangað til að
ílátið er að mestu leyti orðið fult, þá á að leggjaofan
á svo þykt lag af mosa, að lokið, þegar það er látið
á, þjappi því, sem er í ílátinu, svo fast saman, að egg-
in ekki geti hreifzt eða flutzt til. í mosanum er svo
mikill spenningur, að þau eggin, sem neðst eru, ekki
verða fyrir of miklum þrýstingi, þó svo sé fast, að þau
ekki hristist, Egg hinna laxkynjuðu fiska hafa svo
fastgjörðan skurm, að þau þola talsvert, en áður
en fóstrið fer að myndast, eru þau veikgjörðari,