Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 87
159
þess að gefa þeira á, svo að hægra sé að taka öll ó-
hreinindi burt. Ef að menn láta alifiskana í læk, á að
stýfla hann á tvo vegu, og grafa út á milli, ef það er
gjörlegt, og má ekki hafa hann öllu grynnri, en
rúmar 3 ál., þar sem hann er dýpstur, eða um það bil
vegna fsalaga, ef við þeim er hætt. Efstu stýflunni
skal haga svo, að hún taki ekki alt vatnið í lækn-
um, þegar hann er sem minstur, og verður því að búa
vatni því, sem umfram er, aðra afrás. þetta er nauð-
synlegt, til þess að vatnið í stýflupollinum geti ein-
lægt verið jafnt, og hann fyllist ekki í vatnavöxtum
eða leysingum. þetta má gjöra með því að búa til
stokkinn svo stóran, að hann geti tekið alt það vatn,
sem ekki er þörf á. 1 neðri stýflunni skal hafa loku,
sem leiði vatnið út. Yfir alipollana má leggja borð,
sem gengið verður út á, bæði þegar fiskunum ergefin
fæða, og eins til þess að geta náð upp öllum óhrein-
indum. Fiskarnir hafa líka meiri forsælu á þennan
hátt. Með þeim verður að hafa nákvæmt eptirlit
fyrstu 2 eða 3 mánuðina eptir að þeir hafa verið látn-
ir þar. Fæðu verður að gefa þeim á hverjum degi,
og meiri, þegar heiðrikja er og hiti, en í vætum og
kulda.
þegar fiskarnir eru orðnir svo þroskaðir, að þeir
geta varið sig fyrir óvinum sínum, er hinn rétti tími
til þess að hleypa þeim úr uppfóstrinu og gefa þeim
frelsi. Menn verða samt að halda laxinum undir um-
sjón, annaðhvort í fiskapollunum, eða í grunnu vatni og
í smálækjum, sem lengst, og helzt þangað til hann
hefir tekið á sig fararham sinn; silunginum á sama
hátt, þannig, að eldri frændur hans ekki verði honum
að bana o. s. frv. Ætíð þegar ungum fiskum er hleypt
út í vatn, er bezt að dreifa þeim við litlar þverspræn-
ur, sem falla í fljót, eða við aðra staði, sem líkasta þvi.
Ef menn ekki gæta þessa, halda þeir sig í hópum,