Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 98
17°
ar mótspyrnur. Síðan 1852 hefir það og blómgazt
svo, að félagatal hefir jafnast verið síðan nál. 800
hér á landi1.
Eptir 1826 var hagur almennrar mentunar mjög
bágur. Magnús Stephensen hélt úti Klausturpóstinum
um 9 ár (1818—1826), og var hann efalaust hið lang-
bezta tímarit vort, og fylgdi tímanum afbragðsvel, og
var i alla staði fróðlegur og skemtilegur, svo að ekk-
ert blað hefir jafnazt við hann enn. En hann dó út
1826, af því að hann var þá svo illa keyptur, og þá
var ekkert tímarit til í landinu, landsuppfræðingarfé-
lagið gleymt, og bókmentafélagið alt í Kaupmanna-
höfn, svo að þess gætti varla hér, þó að það hefði svo
sem 30 félaga um land alt. Auk þess, að þá kom
lítið af góðum ritum, var tunga vor líka í bernsku,
því að þó að Magnús Stephensen ritaði margt gott og
fagurt til þess að dreifa rökkri hinnar íslenzku fáfræði,
svo að engi hefir síðan jafn-vel gjört, reit hann það alt
án þess að skeyta verulega nokkuð um tungu vora.
Fáum af þeim, er rituðu, kom til hugar að bæta eða
fegra málið, síðan Eggert Olafsson hafði minzt á það
(Sveinbjörn Egilsson var ekki farinn að rita þá); en
hann dó frá því í byrjuninni, og engi hélt beinlínis
fram hlutverki hans þá. Mál Magnúsar Stephensens
er stirt, dönskublandið og óviðkunnanlegt, orðaskipun-
in víða þýzk, og íslenzkar hugmyndir sumstaðar leidd-
ar í ljós með hálfíslenzkum orðum og þýzkum blæ.
J>að er því auðskilið, að þar sem helzti maður þjóðar-
innar lét alþýðurit frá sér fara með ljótu máli, þá hafi
eigi verið við betra að búast af öðrum út í frá. En
þess ber þó að geta, að fáir, og líklega engi líkti ept-
ir máli Magnúsar. Sagnabloðin og Skírnir voru bet™
1) Sögu bókmentafélagsins er að finna í »Hið íslenzka
bókmentafélag 1816—1866«, Kh. 1867. Rit þess eru talin
árlega í »Skýrslum og reikningum« þess.