Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 101
173
af leiðandi trúarvilla í ritinu, og æfintýrið af Eggert
glóa óhæf vitleysa. Síðan kom árlega eitt bindi af
Fjölni, eg fóru þá útgefendur að færa sig upp á skapt-
ið. f>eim nægði eigi að vanda og fegra málið sem
mest, heldur vildu þeir og láta breyta rithætti öllum,
og rita allt eptir framburði; með þeim rithætti voru
nokkur ár Fjölnis ritin, en það var hvorttveggja, að
slikt átti alls eigi við, því að með því móti varð málið
afskræmt, um leið og átti að leiðrétta það, enda varð
það fyrir slíkum viðtökum, að því var fljótlega hætt
aptur, og hefir síðan eigi komið til gréina. í Fjölni
var og fastlega brýnt fyrir mönnum hið aumlega á-
stand bókmenta vorra, og farið ómjúkum orðum um
það, hve fast menn haldi við hið gamla, við gamlar,
úreltar og ómerkar bækur og rímur, sem þá voru
gefnar út, og jafnan dæmdar hinar helztu af bókum
þeim, er út komu. Var þetta mest verk Tómasar Sœ-
mundssonar; en svo fór um hann sem marga ágætis-
menn, að hans naut skamma stund. pegar hans misti
við 1841, sá Fjölnir og ísland á bak einum hinum á-
gætasta og efnilegasta manni, sem vér höfum átt á
þessari öld, enda sá það skjótt á, því að úr því tók
að dofna yfir Fjölni. Á síðari árum flutti hann fjölda
af kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, og báru þau langt
af öllu því, sem þá hafði sézt á prenti, og búin ginn-
andi fögrum blæ, sem engi hafði áður séð ; því að
kvæði, sem Bjarni hafði látið prenta á stangli í Klaust-
urpóstinum og víðar, höfðu engi áhrif haft þá, og
fæstir tekið eptir þeim. En svo varð um Jónas sem
Tómas, að mer.n áttu ekki lengi að búa að honum og
gáfum hans, því að hann dó 1845; þá var Fjölnir bú-
inn að missa tvo hina ágætustu forvígismenn sína, enda
uðu mönnum tóku Fjölni vel, og má til dæmis taka, að etaz-
ráð Isleifur Einarsson keypti 10 eintök,