Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 104
176
arinnar, og smekkur hennar lifnaði fyrir hinu fagra
og góða með tilfinningunni fyrir þörfum og mentunar-
skorti þjóðarinnar. FUagsritin héldu áfram til 1873,
og voru orðin 30 bindi; en þar eð fjóðvinafélagið var
þá stofnað fyrir nokkrum árum, og átti meðal annars
að miða til almennra framfara og styðja að þeim í
bókmentunum, fór það næsta ár að gefa út tímarit með
sömu stefnu, er „AndvarF nefnist, og heldur það á-
fram enn. Árið 1878 var þjóðvinaf'dagið gjört að
bókfræðafélagi, og hefir það síðan séð fyrir útgáfum
ýmsra fræðandi rita. Auk þessara félaga er nú tekið
að lifna yfir útgáfum bóka, áhugi mentunarinnar er
vaknaður, og menn farnir að finna hjá sér hvatir til
fjörugs mentalífs, og gengur bókmentafélagið á undan
í þvi að breiða út hentug alþýðumentunarrit, en þau
eru hið fyrsta, sem þörf er á. Betri og álitlegri stefnu
er því smámsaman að þoka fram, og árangurinn eralt
af að koma betur og betur í ljós.
Nú hefir stuttlega verið litið á gang alþýðlegra
menta hér á landi, hvernig þær vöknuðu við, tóku
breytingum til algjörra framfara, og héldu þannig á-
fram. fá er vér höfum þannig litið á yfirborðið, skul-
um vér i fám orðum skoða hinar einstöku greinir, sem
teljast til bókmenta, og eptir megni gjöra grein fyrir
þeim.
fegar um skáldskap og önnur fögur vísindi er
að ræða, þá er ekki að tala hér á landi um nein um-
brot mannlegs anda, þar sem hann taki sér nýjar og
nýjar stefnur eprir kröfum tímans, og heilir flokkar
námsmanna fylgi hugvitsmanninum á vísindabraut hans.
Hér hefir fólksfæðin verið of mikil til þess, og lieim-
spekin hefir aldrei átt hér því láni að fagna, að henni
hafi verið viðlit veitt í þá stefnu, að stunda hana til
muna. Hjá öðrum þjóðum á andi mannsins í sifeld-