Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 117
vel listaverk, t. d. sumafhinum áköfu pólitisku kvæð-
um hans, „Niagara“ o. íl.
Sagna- og leikskáldskapur er hér lítt þektur,
og er Jón Thoroddsen nær því sá eini, er nokkuð
kveður að í sagnaskáldskap. Hann hefir ritað „Pilt
og stúlku11, yndisfagra sveitasögu, og „Mann og konu'-'',
sem eigi er fullgjör. Báðar þessar sögur eru ritnar í
ramíslenzkum og þjóðlegum anda, og lýsa einkar vel
hinu íslenzka sveitalífi. „Piltur og stúlka-1 er að öllu
fegri saga og betri, því að þar er eðlilega skoðað
hið íslenzka dalalíf í allri sinni einfeldni og skáldlegu
fegurð. í „Manni og konu“ er blærinn þvingaðri og
meiri eptirleitun eptir að gjöra söguna skemtilega; eru
því í henni töluverðar öfgar, og það sumar óeðlileg-
ar. Hin fyrri er eðlilegt, fyrirhafnarlaust fóstur auð-
ugs anda, en hin síðari er fremur íþróttlegt smíði.
(Kunststykke). Litil brot eru til eptir Jónas Hall-
grímsson („Grasaferðin“, „Hreiðarshóll"), og sömuleiðis
eptir Jón þorlei/sson („Ur hversdagslifinu“); en þau
eru eigi hálfgjör, og hafa því litla þýðing, en eru
ágæt það sem af þeim er. Einkennileg saga er „Helj-
arslóðarorusta“ Gröndals. Hún er ólík öllu því, er
fæðzt hefir i nokkrum bókmentum, nema ef vera skyldi
Gargantua eptir Rabelais. Hún er í rauninni spott-
saga, löguð eptir fornum riddarasögum, og er að mörgu
leyti listaverk. Nýir sagnahöfundar eru Jón Mýrdal
(„Mannamunur"), allhugkvæmur en óeðlilegur, og skil-
ur eigi lífið og skapferli manna, og Páll Sigurðsson
(f. 1839) („Aðalsteinn“). Hann hefir ljósara yfirlit yfir
lifið, en er breiður og óljós það sem lyndiseinkunnum
við kemur; Aðalsteinn er svipaður hinum ensku siff-
ferffisrómönum, en efnisbyggingin er of lausleg og
„breiddin“ óhæf. þessar sögur standa langt á baki
sögum Thoroddsens, bæði að byggingu, efni og bún-
ingi.—Leikskáldskapur er þó minnstur og lítilfjörleg-