Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 118
190
astur það hann er, og má helzt telja leika Sigurðar
Peturssonar, lagaða eptir leikum Holbergs. f>eir eru
allvel liprir ogvel samdir. „Utilegumenn“ Matthíasar
‘Jochumssonar eru góður leikur og þjóðlegur, tekinn út
úr þjóðtrú vor íslendinga. þar er sagt frá ýmsum
hliðum á viltu og tröllalegu útilegumannalífi, en sem
leiksmíð er leikurinn næsta óskipulegur. Siðri er
„Nýársnótt" Indriða Einarssonar, bygð á sama grund-
velli, þjóðtrú vorri, en hann rangfærir þar þjóðtrúna
eða smfðar inn í hana til þess að geta komið góðri
skipan á efnið. Alt fyrir það eru góðir kaflar innan
um hana, og sérstaklega virðist skáldið að hafa haft
fyrir augum fagrar leiksviðsbreytingar, og víða tekizt
það vel. Nokkrir aðrir smáleikar hafa verið orktir,
sem lítið eða ekkert kveður að.
Rímnaskáldin hafa að öllum líkindum mestmegn-
is lifað út á þessari öld, og hefir þá rímnaöldin rétt
að segja klykt út með einu hinna helztu og stærstu
af rímnaskáldum íslands. þ>að er Sigurður fíreiðfjörð
(1798—1846); hann orkti fjölda rímnaflokka, og eru
margir þeirra miður vandaðir, en sumir líka skáldleg
listaverk, t. d. „Númarímur“. Sigurður var og skáld
gott og allvel hugmyndaríkur, en of bundinn rímna-
blænum gamla til þess að geta hafið sig yfir galla
hans. Sum kvæði hans(t. d. „Móðuræðurin“, „Jóhann-
es postuli o. fl.) eru skáldlega fögur og lýsa allmikl-
um skarpleik tilfinninganna og hugsananna. Hjdlmar
Jónsson (1789?—1875) frá Bólu er af þessum flokki,
stórskáld, en skorti mentun til að stýra gáfu sinni.
Hann er manna orðheppnastur, og fylgir stranglega
í kvæðum sínum nýgjörvingu (Hkingum), og tekst það
snildarlega. Hann velur afbragðsvel saman orð og
efni, og má segja, að sumt af slíku er meistaraverk.
Aptur er hann klúr og stórorður, og vantar lipurð og
þýðleik þann, sem hvert skáld verður að hafa til að