Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 120
192
ættfróðastur, og vel kunnugur annálum vorum. Helzta
rit hans er „íslands Árbœkur í söguformi11; ná, þær
yfir sögu íslands um árin 1263—1832 eða um nærfelt
770 ára tíma. pær eru ritnar í annálaformi líkt og
Rómverjasaga Livíusar, ár fyrir ár, og eru að sönnu
fullar af hindurvitnum aldanna, sem þær lýsa, en lýsa
jafnframt ágætlega öllum þeim fádæmum, er dunið
hafa yfir land vort, síðan það misti sjálfsforræði sitt.
Á undan hverjum þætti er yfirlit yfir hag þjóðarinnar
á þeim tíma, sem þátturinn nær yfir, en annars vant-
ar þetta ágætisrit alla sögulega bygging (pragmatisk-
an gang). Hann ritar einkennilegt og fornlegt mál,
lagað eptir sögumáli voru hinu forna. Hinn síðari er
Pdll Melsteff1. Ár 1844 gaf hann út dálitla mannkyns-
sögu (að mestu þýdda eptir Kofod), og sást þar brátt
á, að sá fór með sögu, er kunni. |>ó fékk sú saga
allharðan dóm í Nýjum Félagsritum 1845. Ár 1864
hóf hann að rita sögu alllanga, og er henni enn eigi
allri lokið. Hann ritar manna liprast og skemtilegast
mál, fagurt og einfalt, svo að yndi er að lesa sögu
hans; en auðsætt er, að hún á fremur að vera skemti-
leg alþýðubók en dæmandi (kritisk) saga, því að stríð
og styrjaldir og jafnvel vopnaviðskipti taka upp langa
kafla hennar, en vísindalegum framförum þjóðanna,
bókmentum og menning (Kúltúr) er ætlað mjög þröngt
svæði ; andlegar framfarir hverfa þar fyrir ofurefli
styrjaldanna. En þó þessi galli sé á, er þó bókin á-
gæt sem alþýðubók, og ætti að vera á hverju heimili.
1) Páll Pálsson Melsteð er fæddur 13. nóv. 1812, útskr.
úr Bessastaðaskóla 1834, sigldi síðan og nam lögfræði til 1840,
var síðan á íslandi til 1855, er hann sigldi aptur, og lauk
prófi í dönskum lögum 1857. Settur aýslurnaður í Arnessýslu
1845—46 og 1848—49, í Snæfellsnessýslu 1849—1855 og
Gullbringusýslu 1858—1862; varð málfærslumaður 1862.
(»Mannkynssaga« hans er gefin út af bókmentafélaginu í Rvík
1864—1876, kominfram að 1795).