Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 125
197
EinstakHngurinn (maðurinn) leitar fullkomnunar og
framfara, en heimskan, rót hins illa, hamlar honum að
finna sannleikann, sem er lykill fullkomleikans. Hið
illa er ekki annað en vöntun gæða, og syndin, afleið-
ing heimskunnar, deyfir elskuna og dylur sannleikann.
Hið illa er nauðsynlegt til að efla hið góða, en iðrun
og trú kenna að finna sannleikann, forðast hið illa og
handsama hið góða. þegar það er gjört, fæst fyrir-
gefning. Eilíf hegning með eilífri framför er mögu-
leg, en eilíf útskúfun er ómöguleg, af því að verð-
skuldun er engin hjá mönnum. Lífið er um alt, óend-
anlegt, þess vegna er bygð í öllum hnöttum. þ>etta
er stefna hans, og er hún í rauninni ekkert annað en
málamiðlun milli guðfræðinnar og heimspekinnar eða
vísindafræðinnar. Síðan hefir Brynjólfur Jónsson (á
Minna-Núpi) skoðað í „Skuggsjá og ráðgátu“ alheims-
kerfið frá sjónarmiði tilsvörunar hins einstaka til hins
gjörvalla, og gengur sömuleiðis út frá náttúrunni sem
Björn Gunnlaugsson, en fylgir nokkuð öðruvísi (á
metaphysiskan hátt) framkvæmd alheimsbyggingar-
innar og guðstilgangsins. Annað hefir eigi verið ritið
í þá stefnu hér. Björn Gunnlaugsson hefir og ritið
lítið eitt um stjörnufræði, og „tölvísi“ mikla. „Grasa-
fræði“ íslands er til eptir Odd Hjaltalíngóð bók
frá þeim tíma, en orðin heldur úrelt (fylgir skiptingu
Linnés). Annað hefir eigi til muna verið ritað í nátt-
úrufræðum íslands nema lítið kver („um náttúru ís-
lands“) eptir Benedict Gröndal. í almennri náttúru-
sögu eru til „Dýrafræði" og „Steinafræði og jarðar-
1) Oddur Jónsson Hjaltalín er f. 29. des. 1782, útskr. úr
Reykjavíkurskóla 1802 og fór utan næsta ár og las læknis-
fræði, og var settur 1806 handlæknir í Yesturamtinu, ogtvö ár
landlæknir. 1824 héraðslæknir 1 suðurhluta vesturamtsins;
laus frá embætti 1839. Hann dó 12. maí 1840. (»íslenzk
grasafræðú útg. í Khöfn 1830).