Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 126
198
fræði“ eptir Gröndal, stuttar bækur og samandregnar.
Sama er að segja um lœknisfrœði, að í henni eru að
eins nokkur smá rit eptir Dr. Jón Hjaltalin (f. 1807)
fyrir alþýðu; en yfir höfuð vantar það alt enn í bók-
mentir vorar, er heyrir til alþjóðlegra vísindalegra
framfara.
e) Málfræði hefur átt lágum sessi að fagna hér,
og hefir lítið verið skeytt um hana; tunga vor hlaut
viðreisn sína á tímum Fjölnis, eins og áðurhefir verið
á minzt, og studdi þá, og síðan, mest og bezt að þekk-
ingu íslenzkunnar Konráð Gíslason1 („Frumpartar ísl.
tungu“). f>ó hefir enginn unnið eins mikið að fegurð
og viðreisn tungu vorrar, eins og Sveinbjörn Egilsson
gjörði með hinum ágætu þýðingum sinum, því að þær
voru hafðar við kenslu í skólanum, og breiddist þann-
ig út hið yndisfagra mál, sem hann reit. (Prentaðar
þýðingar eptir hann eru Odyssevskviða bæði í sögu-
máli og ljóðum, og Ilionskviða i söguformi). Auk
þessa hefir þessi óþreytandi starfsmaður int af hendi
eitt hið mesta og þarfasta ritverk, „Skáldamálsorða-
bók forntungu Norðurlanda1*2; það er ágætasta rit, og
óþrjótandi lykill að ógöngum forntungu vorrar og hinna
flóknu og dularfullu fornkvæða; er þetta verk orðið
frægt um allan hinn mentaða heim, þar sem norræn
málfræði er stunduð. Sömuleiðis hefir hann og samið
skýringar yfir vísur í fjölda fornsagna vorra (öllum
Noregs-konunga-sögum o. s. frv.). Síðan hafa þeir
1) Konráð Gíslason f. 8. júlí 1808, útskr. úr Bessastaða-
skóla 1831, fór síðan utan, og nam fyrst lögfræði, en gaf sig
síðan við fomfræði, og varð stip. Arnam. 1839. 1848 varð
hann dócent í norðurlandamálum og prófessor og meðl. vísinda-
fél. danska 1854. (»Frump. ísl. tungu«, Kh. 1846).
2) Lexieon poéticum linguæ septentrionalis antiqvæ.
Hauniæ. 1860.