Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 127
199
Haldór Kr. Friðriksson (f. 1819) („íslenzkar réttritun-
arreglur“) og einkum skólastjóri Jón porkelsson1 stutt
að útbreiðslu á þekkingu máls vors; heíir einkum hinn
siðarnefndi með vísindalegum og lærdómsríkum skýr-
ingum skýrt vísur í fjölda fornsagna vorra, og svo á
síðari tímum rannsakað sögu tungu vorrar og samið
orðasöfn yfir miðaldamál vort.
Nú höfum vér í stuttu máli litið yfir bókfræði
vora á þessari öld og fátt eitt talið það, er oss hefir
þótt merkast, en flestu slept; en talið höfum vér það,
er oss þótti mest um vert, en slept því, er síðra er,
því að ef vér hefðum viljað telja alt, þá hefði grein
þessi orðið tómt nafnaregistur og bókatitlar, sem fáir
hefðu nent að lesa. Vér höfum sumt talið það, er alment
er eigi talið til bókmenta (t. d. húslestrarbækur, sálmabæk-
ur, málfræðirit o. s. frv.), en vér hyggjum, að slík rit geti
og talizt með, af því að þau geta haft áhrif sem vís-
indarit, og skoðazt frá sjónarmiði listar, fegurðar og
gáfu. Aptur höfum vér slept sumum af þeim ritum,
er nauðsynleg þykja (t. d. búnaðarrit, landshagsrit,
dagblöð o. s. frv.), af því að þar kemst síður andi eða
list að. f>au rit eru að sönnu nauðsynleg, en nauð-
synin er ekki bundin við fegurðina á þeim. J>að er
undir því komið, að þau sé rétt samin og greinileg,
og þá er búið, Sagan t. d. er ekki vel samin eða góð,
ef hún er þurt og tómlegt registur af nöfnum og ár-
tölum, þó alt sé rétt; það þarf anda til að fylgja með
henni, þýða hana og mýkja, og—ef eg mætti svo að
1) Jón porkelsson er fæddur 5. nóv. 1822, útskr. úr Bvíkur-
skóla 1848, og fór utan, og nam málfræði við háskólann og
lauk prófi 1804 með lofi. Tímakennari við Bvíkur lærða
skóla 1854, settur 1859, fastur kennari 1862, yfirkennari 1868
og skólastjóri 1874. 1879 Dr. philos. af háskól. í Khöfn.