Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 4
142
þar. Allir menn venjast þar við frá blautu barnsbeini að
skoða sig sem frjálsa borgara og hugsa um hagi landsins.
Nú eru i Bandaríkjunum tveir flokkar, eins og
alkunnugt er, og eru þeir kallaðir þjóðveldismenn
og lýðveldismenn. Nú sem stendr hafa lýðveldismenn
völdin (enn áðr höfðu þjóðveldismenn haft þau i rúm
20 ár), enn þjóðveldismenn eru andvigismenn stjórnar-
innar. Skoðanamunr þessara flokka er sá, að þjóð-
veldismenn vilja hafa styrka sambandsstjórn, gera fleiri
mál að alríkismálum enn nú eru, enn láta færri mál
liggja undir atkvæði hvers rikis fyrir sig. Lýðveldis-
menn aftr á móti vilja láta hvert ríki stjórna sér sjálft
og gefa sér lög sjálft, sem framast má verða að órofnu
sambandinu. Meðan þrælar vóru haldnir í sumum
ríkjum, var mikið undir þvi komið, hvaða réttindi
hvert riki hafði. J>ví var það, að lýðveldismenn vóru
ávalt fleiri i Suðrríkjunum. þeir sem vóru í sama flokki
í Norðrrikjunum vóru kallaðir friðmenn (peace demo-
crats) eða styrmenn (war democrats), eftir því, hvort
þeir vildu beita ófriði eða eigi, til þess að halda sam-
bandinu við. Svona var það nú um það leyti, er
þrælastriðið hófst (um 1860—61), enn síðan hafa mikl-
ar breytingar á orðið, og meðal þjóðveldismanna og
lýðveldismanna er nú eigi neinn mjög mikilsvarðandi
skoðanamunr. Sumir halda jafnvel í Bandarikjunum,
að nöfn þessi sé búin að lifa sitt fegrsta, og ekki
muni þurfa annað en eitthvert nýtt vandamál til þess,
að breyta þeirri flokkaskipun sem nú er, og mynda
aðra nýja. J>ó finst það á, að undir niðri er ágrein-
ingr um það, hvað sé bezta ráðið til að halda Banda-
rikjunum saman, og framkvæma þá fyrirætlun, að láta
alt þetta mikla flæmi, sem nær norðan frá Kanada
suðr að Mexiko, og austan frá Atlanzhafi vestr að
hafinu kyrra, hlýða einni öflugri aðalstjórn. jþjóðveldis-
mennirnir, eða þeir af þeim, sem bezt bera skyn á,