Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 5
143
ætla, að bezta ráðið sé, að styrkja sem mest vald að-
alstjórnarinnar, enn lýðveldismenn ætla, að bezt sé að
láta hvert einstakt riki vera svo óháð aðalstjórninni
sem unt er.
Hver sá, sem vill skilja eitthvað f flokkaskipun-
inni i Bandarikjunum, verðr umfram alt að forðast að
skilja orðin þjóðveldismenn og lýðveldismenn á sama hátt
og venjulega er gert i Norðrálfu, og að ætla, að grein-
ing flokkanna sé þar bygð á hinum sama grundvelli
og meðal vor1. í Bandaríkjunum er hver maðr þjóð-
veldismaðr og lýðveldismaðr eftir vorum skilningi, og
þeir menn, sem i Englandi mundu vera kallaðir toriar
eða viggar, eða sem vér mundum kalla vanafestumenn
eða byltingamenn, koma hér um bil jafnt niðr á þjóð-
veldismenn og lýðveldismenn eftir sveitum og héruð-
um. í Norðrríkjunum eru nálega allar hinar gömlu
heldri manna ættir þjóðveldismenn, enn almúginn i
borgunum, sem að nokkru leyti stendr saman af ír-
um, er i flokki lýðveldismanna. í Suðrrikjunum er
þvert á móti. |>ar eru helztu og elztu ættirnar lýð-
veldismenn, enn í þjóðveldismannaflokki helzt það sem
litilmótlegast er af alþýðunni. þegar öðruvisi er á lit-
ið, þá má segja, að í Bandaríkjunum sé allir, eða að
minsta kosti nálega allir, hvorttveggja í einu, bæði
vanafestumenn og byltingamenn, þvi að allir, eða ná-
lega allir, hafa skynsamlegar hugmyndir um skipulag
þjóðfélaga, enn aftr eru allir vanir við ýmislegt fyrir-
komulag, sem margr byltingamaðrinn hjá oss mundi,
ef til vill, hika sér við að koma á. Enn fremr eru
þar allir frjálslyndir, þvi að engum getr dottið í hug
*) |>að væri réttara að kalla þi einhverju öðru nafni, t. d. samveld-
ismenn i staðinn fyrir þjóc veldismenn og sérveldismenn fyrir
lýðveldismenn, samkvæmt þvi er áðr er sagt um skoðanamun flokk-
anna. petta og fleira, hefir Jón ritstjóri Ólafsson bent mér á.