Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 6
«44
að neita mótstöðumönnum sínum f stjórnmálum um hið
sama frelsi sem þeir sjálfir gera tilkall til.
Að því er snertir vandræðin með auðæfamuninn,
þá er varla farið að bera á þeim enn. Að vísu er
sumstaðar talsverð eymd og örbirgð, og sumstaðar
ber það við, að menn hætta vinnu og ýms önnur vand-
ræði verða. J>eir sem hugsa um ókomin málefni
treysta þvf, að með þvf að útbreiða mentun meðal al-
mennings muni mega stemma stigu fyrir vandræðum
þessum og fyrir kenningum jafningja (sósíalista), enn
vera mætti að sú trú brygðist þeim; enn meðan minna
er af verkamönnum enn af vinnu og minna af jarð-
yrkjumönnum enn jörðum til að yrkja, þá þarf
varla að óttast, að nein hætta sé búin f þessu efni,
þrátt fyrir allar hrakspár, og það geta liðið mörg ár,
og jafnvel margar aldir, áðr enn þetta breytist.
Onnur flokkaskifti eru einnig til, sem eigi eru
eins alkunn og þau, er áðr er um getið, enda hafa
þau myndazt miklu seinna; þau eru í því fólgin, að
þjóðveldismannaflokkrinn hefir greinzt f tvent, svo nefnda
stalwarts (berserki) og half-breds (meðalmenn), enn þessi
greining skilst eigi, nema fyrst sé sagt frá nokkrum
mönnum. Greiningin kom fyrst á síðustu forsetaárum
Grants (1873—77), enn nöfnin eru enn yngri. J>að er
alkunnugt, að á sfðustu forsetaárum Grants kom fram
als konar ósómi í Qármálefnum, og þó hann hafi, ef
til vill, eigi verið sjálfr við það riðinn, þá kom það
miklu óorði á þá menn, er með honum stjórnuðu.
Sumir af ráðgjöfum hans vóru jafnvel ákærðir og urðu
sannir að sök um fédrátt, og jafnframt beitti stjórn
Grants ýmsu gerræði og hörku við Suðrríkin. Samt
sem áðr gerðist Grant svo djarfr, að bjóða sig fram til
forseta í þriðja sinn, þvert ofan í stjórnarreglu þá, er
Washington hafði sett. Urðu nú deilur miklar, og
vóru margir hræddir um, að Bandaríkin mundu nú