Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 7
'*4S
lenda í harðstjóra höndum. f>á var það, að þjóðveldis-
menn gengu 1 tvær sveitir, sem fóru andvfgar hvor á
móti annari.
Berserkirnir, sem fylgdu Grant og auðmönnun-
um, fóru halloka fyrir meðalmönnunum, sem vildu fá
einhvern þann fyrir forseta, er enginn grunr væri á
um sérplœgni eða fédrátt. Kom meiri hluti þjóðveldis-
manna sér að lokum saman um, að velja lítt kunnan
enn ráðvandan mann, er Hayes hét. í öðrum löndum
fer ávalt svo, þá er fiokkr sundrast, að mótstöðuflokkr-
inn nær þegar völdum. í Bandaríkjunum tókst nú
þjóðveldismönnunum að halda völdunum fyrir lýðveldis-
mönnum. það var að vfsu með herkjum, og lítinn
sóma höfðu þeir af ráðum þeim, er þeir beittu. Hayes
fékk að eins fáeinum atkvæðum meira enn Tilden,
mótstöðumaðr hans, ef hann hefir þá fengið það.
Kosningunni var mótmælt, og var settr úrskurðardómr
til að dœma um kosninguna; stóð það yfir marga mán-
uði, og bjuggust menn við að hver sem úrskurðr dóm-
enda yrði, þá mundu hinir eigi sætta sig við hann;
þótti þá sem borgarastyrjöld vofði yfir, og það því
fremr, sem ekkert framkvæmdarvald hafði verið til þá
mánuðina. Enn þjóðin sýndi þá af sér dœmafáa still-
ingu og hlýðni við lögin. Undir eins og úrskurðar-
dómrinn hafði lýst yfir því, að Hayes væri rétt kosinn,
sleptu mótstöðumennirnir öllum tökum í það sinn. Enn
er forsetadœmi Hayes var á enda, tókust deilurnar
aftr, eigi að eins milli þjóðveldismanna og lýðveldis-
manna, sem sjálfsagt var, heldr og milli berserkja
og meðalmanna. Var það með naumindum, að með-
almenn fengu valið þann mann, er þeir vildu, Gar-
field hershöfðingja, og versnaði við þetta stórum sam-
komulagið milli flokkanna, þó það væri gert ber-
serkjum til hugfróunar, að kjósa til varaforseta þann
mann, er Chester Arthur heitir, sem allir vissu að var