Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 9
147
ráðherra sá frá New-York, er Conkling heitir, og réð
hann miklu meðal þjóðveldismanna. f>að skiftir engu,
hvor mannanna verðari var, því að hér var að eins
um að rœða forréttindi framkvæmdarvaldsins. Garfield
veitti embættið þeim sem hann sjálfr vildi, en Conk-
ling varð svo reiðr, að hann sagði af sér ráðherra-
dœminu, enn bauð sig fram til nýrra kosninga, og
ætlaði þannig að láta kjósendr dœma milli sín og Gar-
fields. Áðr enn kosning fœri fram, var Garfield fall-
inn fyrir morðkúlu þeirri, er Guiteau sendi honum.
Conkling var þó eigi valinn aftr, heldr annar maðr,
er aðhyltist skoðanir Garfields; má af því marka, að
alþýða hefir verið á hans máli, og fundið til þess, að
hann vildi gera einarðlega það sem rétt væri. Öll
þjóðin harmaði lát hans, og má á því sjá, að allr þorri
manna hefir ráðvandlegar skoðanir á stjórnarmálum.
Garfield sýnir það bezt, hversu dugandi menn
geta komizt áfram einir síns liðs. Fyrst var hann
vinnudrengr, síðan bátstjóri, þar næst skólakennari,
þá háskólakennari, liðsforingi, lögfrœðingr, þjóðarfull-
trúi, ráðherra og loks forseti hins mikla þjóðveldis.
Líf hans sýnir oss eitt hið ljósasta dœmi þess, er fegrst
má vera í lýðveldi. í rœðu einni, sem hann hélt fyrir
mörgum árum, lýsti hann fagrlega og ljóslega hreifingu
þeirri, er í Bandaríkjunum getr oft hafið menn til
hæstu tignar, þó þeir sé af hinum lægstu stigum.
Macaulay, sagnfrœðingrinn enski, lét eitt sinn þá skoð-
un í ljósi, að einhvern tíma mundi svo fara, eins i
Bandarikjunum og í Norðrálfu, að deilurnar milli verk-
manna og fjáreigenda mundu raska frelsinu; mundu
þá „hinir nýju skrælingjar“ koma upp úr djúpi eymd-
ar og skrílœsinga, með tóman magann, enn hjartað
fult af hatri, og neyta atkvæðisréttar síns til að koll-
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. IV. 10