Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 12
Bandaríkjunum. £>eir eru hin sanna undirrót þjóðríkis-
skipunarinnar. þeir eru miklu meira mentandi enn
alþýðuskólarnir í Norðrálfunni, af því að börnin koma
þangað betr undirbúin eftir uppeldið heima hjá sér.
Hjá oss læra börnin í barnaskólunum að lesa, enn
þegar það er búið, þá lesa þau ekki, og gleyma svo
öllu; í Bandaríkjunum læra þau að lesa og halda svo
áfram að lesa alt sem þau geta, af því þau sjá, að allir
aðrir gera slíkt hið sama, og af því að alstaðar
er nóg af bókunum.
þ>á er James litli var 16 vetra, vildi hann fara að
vinna sér brauð. Varð hann þá fyrst brennihöggvari,
eins og Lincoln hafði verið; er það eflaust göfuglegr
starfi, því að þann kveðst Gladstone einnig mundu
kjósa. þaðan sem James var að vinna í skóginum
sá hann álengdar seglin á skipum þeim, er fóru um
Erievatnið. Mintist hann þá á fallegu sögurnar, sem
hann hafði lesið um sjóferðir, og ásetti sér að verða
sjómaðr. Fór hann nú ofan að vatninu til að ráða sig.
Hásetarnir á því skipi, er hann leitaði til, vóru í áflog-
um þegar hann kom; bauð honum við hve villidýrs-
legir þeir vóru, og snéri hann frá; lét hann sér lynda
að ganga í þjónustu eins frænda síns og stýra fyrir
hann hestum þeim, er drógu bát þar eftir Erieskurð-
inum. þótti honum það brátt íll æfi og misti nú hug-
ann, enda veiktist hann um sama leytið; komst hann
þó heim til móður sinnar, enn þar lagðist hann og lá
hætt. Barnakennarinn hjálpaði til að hjúkra honum
þegar honum fór að skána. Talaði kennarinn um það
við hann, að hann hefði lesið svo mikið og hefði svo
gott minni, að hann ætti hœgt með að læra til kenn-
ara. þetta leizt Garfield vel á, og fór hann nú til
Geauga til þess að njóta þar kenzlu í lærða skólan-
um. Ekki hafði hann nema 17 dollara í vasanum,
þegar hann fór á stað, enn hann ætlaði að vinna fyr-