Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 13
ir sér jafnframt námi sínu. Las hann nú með hinum
mesta ákafa gömlu málin, stœrðafrœði og sögu ; hann
las alt sem hann fékk hönd á fest, og varð brátt
fremstr i öllum vísindagreinum. Jafnframt veitti hann
öðrum tilsögn og gekk í vinnu hjá bœndunum í ná-
grenninu, til þess að hafa ofan af fyrir sér. Nú eru
margir þeir háskólar í Bandaríkjunum, er svo er hátt-
að, að lærisveinarnir geta haft ofan af fyrir sér með
því, að vinna nokkurn hluta dagsins. Garfield lauk
námi sinu i Williams college, sem er ein hin elzta og
mest metna frœðistofnun i Massachusetts. Bar hann
af öðrum bæði í leikfimi og eigi síðr í fornri málfrœði
og heimspeki. Ritgerðir hans vóru svo fagrar, skarp-
leiki hans og mælska í umrœðum svo mikil, að eigi
varð við jafnazt. Hann fór þá þegar að gefa út ýms-
ar ritgerðir heimspekilegs efnis í „Williams Quarterly
Review“. J>egar hann gekk undir próf, fékk hann al-
ment lof (ovation) fyrir frammistöðu sína i metafysik
(frumfrœði ?), og var það mjög sjaldgæft. J>á varhann
25 ára. Hinar þrekmiklu gáfur hans og háleitar hugs-
anir hafa orðið minnisstœðar bæði kennurum hans og
samlærisveinum, og einn af þeim hefir kveðið svo að
orði: „Með því vér vórum ungir, skildum vér eigi
hina miklu lund Garfields til fullnustu, enn við fund-
um til hennar, því að hún lýsti sér i útliti hans og
i hverju orði sem hann sagði“.
Hann hugsaði mjög um trúarmálefni, og lét sér
eigi nœgja útvortis guðsþjónustu eina. Meðan hann
var í skólanum í Geauga, hafði hann gengið í trúar-
flokk þeirra manna, er kölluðu sig „lærisveina Krists“
eða öðru nafni „Campbellsmenn“. Eigi sagði hann
sig með þessu úr samneyti mótmælenda, enn gerði
sér það enn nánara og innlífaðra. Trúarjátning þessa
flokks var mjög einföld. þ>að þótti nóg að að trúa
því sem stendr í nýjatestamentinu; hitt þótti brot á