Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 15
153
stólinn á sunnudögum, og þótti afbragð annara manna
sem rœðumaðr fyrir mælsku sina.
Alt til þessa hafði Garfield að eins gefið sig við
námi sínu, enn lítið hugsað um stjórnarmál. í júní-
mánuði 1856 gaf sá flokkrinn, er þrælahald vildi af
nema, út skýra og skorinorða auglýsingu í þá átt, og
var þar jafnvel bent á að velja Fremont hershöfðingja
til forseta þjóðveldisins, enn hann var mjög mótfallinn
þrælahaldinu; þar varð þvi réttlæti og mannúð að deilu-
efni fyrir landið, og var það aðalatriðið, sem olli að-
greiningu meðal flokkanna. þ>að gat nú eigi hjá því
farið, að göfuglyndr maðr, og maðr sem elskaði rétt-
læti og frelsi eins og Garfield, léti sig þetta stórmál
miklu skifta, enda gekk hann í baráttuna með þeim
ákafa og ósérhlífni, að svo mátti segja, að hann legði
lífið við. Hann vissi, að þar var um mikið að tefla,
þar sem tilvera hins mikla þjóðveldis og sameining
ríkisins var í veði. f>að mátti búast við því, að Suðr-
rikin mundu eigi hika við að gera uppreist, til þess
að verja þrælahaldið, „hyrningarstein“ þjóðfélags þeirra.
þ>vi vóru að eins tveir kostir fyrir höndum, annaðhvort
að sigra uppreistarmennina með vopnum eða láta það
við gangast, að föðurlandið limaðist í sundr, og var
það mjög á annan veg enn menn vildu, því það var
almennings ósk og von, að Bandarikin mundu ein-
hvern tíma ná yfir alt meginland Vestrheims. Garfield
var einn af þeim mönnum, er fyrst leita „guðs ríkis“,
það er að segja, ríkis réttarins. Hann hafði hið sama
orðtak og trúmenn þeir, er eigi efast um, að hið góða
verði á endanum yfirsterkara hinu ílla: „Fiat justitia,
pereat mundus“ (verði hið rétta þó veröld steypist). Á
kjörfundunum 1857 °S l&5&> Þar sem kosið vartillög-
gjafarþinga ríkjanna hvers fyrir sig, hélt Garfield fjölda
margar rœður gegn útbreiðslu þrælahaldsins, og ávann
sér þannig mikið álit og miklar vinsældir í Ohíó, föður-