Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 16
154
landi sínu, sem er eitt hið mesta af öllum Bandarikj-
unum. J>ó hann væri þá ungr, var þó mælska hans
svo mikil og hugsanir hans svo göfuglegar, að þeim
er á hlýddu varð það minnisstœtt og þóttust aldrei
slíkt heyrt hafa. 1859 var Garfield valinn til ráðherra
ríkisins Óhíó; hann bjó þá í Hiram, og i því kjör-
dœmi var hann valinn. Svo styrk var sannfœring
hans, og svo miklar gáfur hans og mælska, að hann
varð brátt einn helzti maðrinn i flokki hinna ströngu
þjóðveldismanna. Hinir þeir helztu vóru þeir J. D.
Cox, er seinna varð innanríkisráðgjafi hjá Grant for-
seta, og James Monroe, einn hinn vinsælasti maðr i
því héraði. Garfield var þá að eins 28 ára; hann var
yngstr í ráðinu í Óhíó. |>á er búið var að velja Lin-
coln fyrir forseta, varð það víst er áðr var óvíst, að
Suðrrikin mundu grípa til vopna til þess að stofna ó-
háð sambandsriki, þar sem þrælar væri haldnir. þau
riki, er mótstöðumenn „hyrningarsteinsins“ réðu mestu
i, ásettu sér nú einnig að koma her á fót, og það
jafnvel áðr enn sambandsstjórninni kom til hugar að
verja sig. í janúarmán. 1864 vóru rœdd nýmæli i öld-
ungaráðinu i Óhió um það, að gera út 6000 menn.
Garfield hélt rœðu um þetta efni, og tók sú rœða af
skarið, því að í henni var þvi skýrt lýst, hvar málun-
um væri komið. J>eim sem vildu taka duglega í taum-
ana, hafði verið brígslað um það, að þeir vildi skerða
sjálfræði rikjanna og beita kúgun; vóru það þungar
ákúrur í því landi, þar sem mönnum er svo ant um
alt frelsi sitt. þessu svaraði Garfield þannig: „Ef
menn skilja það við orðið „kúgun“, að sambandsstjórn-
in muni segja og fara með stríð á hendr einhverju
einstöku ríki, þá ímynda ég mér, að engum manni
með fullu ráði, hvorki þjóðveldissinna né lýðveldissinna,
geti geðjast slíkt; sé aftr á móti þýðing þessa orðs sú,
að sambandsstjórnin eigi að vernda lögin, hverjir sem