Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 22
l6o
enn hugsum um hið yfirstandanda og ókomna. Enn
því er nú ver, að sá skaði sem vér höfum beðið verðr
aldrei bœttr. þessum íjögur hundruð þúsund gröfum,
þar sem feðr vorir og brœðr liggja, þeir er fallið hafa
í ófriðnum við uppreistarmennina, þeim mun eigi verða
lokið upp fyrr en upprisuengillinn kallar á alla dauða
menn. Enn vér skulum snúa augum vorum frá þess-
um hryggilegu og þó frægilegu umliðnu hlutum, enn
leita réttlætisins, og þar með þess öruggleika, er ekk-
ert fær raskað.
Garfield sat á þingi í 17 ár sem þingmaðr Óhíó-
búa, fyrst í fulltrúadeildinni og síðar í ráðherradeild-
inni; hirti hann eigi um meiri metorð enn þau, er
landar hans þannig höfðu veitt honum nálega í einu
hljóði. Hvert ríki velr tvo ráðherra; það eru því ein-
hver hin hæstu metorð að sitja á þingi sem ráðherra
fyrir Óhió, sem er eins stórt land og England og oft
ræðr mestu i alsherjarmálum.
Ekki hafði Garfield gert neinar tilraunir til þess
að verða forseti, og eigi átti hann neina von á að
verða til tekinn til þess starfa. Ýmsir aí þjóðveldis-
mönnum héldu fund með sér, eins og titt er, í Chicago,
vorið 1880, til þess að ráðgast um, hvern helzt
skyldi velja til forseta. Vóru þar saman komnir 756
sendimenn frá öllum ríkjum, og var Garfield einn
þeirra. J>rír vóru þeir menn, er mælt var með, og
vóru þeir þessir: Grant, sá er áðr hafði forseti verið,
og var það mikill flokkr, er með honum mælti, enn
helztr í þeim flokki var Conkling, ráðherra frá New-
York; annar var Blaine, ráðherra frá Maine; þriðji
var Sherman, er áðr hafði verið fjármálaráðgjafi, og
stjórnað ágætlega fjárhag landsins. Deildu menn all-
marga daga um þessa þrjá, og urðu eigi á eitt sáttir,
og enginn meiri hluti myndaðist. Garfield mælti með
Sherman; tók hann oft til máls og var altaf hlýtt á