Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 31
16$
í Flatey i J>ingeyjarsýslu vóru og fiskiveiðar mikiar;
þar átti Áskell goði fiskiföng mikil eftit þvl Sem
Reykdœla segir. Úr Grímsey vóru og snemma síund*
aðir róðrar ; er þess getið í Valla-Ljóts sögu, að það-
an reru á einum degi 30 skip til fiskjar. Sýnir þetta,
að allviða var þá fiskað hér við land eins og enn f
dag, og að menn þá hafa stundað fiskiveiðar, ekki að
eins á vissum tímum, heldr jafnvel árið um kring1.
Allr sá fiskr, sem aflaðist, mun á hinum fyrstu
öldum eftir landnám hafa verið hafðr til neyzlu i land-
inu, enn eigi fluttr af landi brottsem kaupeyrir. f>ess
er eigi ósjaldan getið, að fiskr gekk kaupum og söl-
um innan lands, og var hafðr til matar: f>á er Hall-
gerðr langbrók skoraði á þorvald bónda sinn, að út-
vega mat til heimilisins, þá kvað hún vanta í búið
mjol og skreið, og sést á því, að hvorttveggja var þá
almennings fœða. þ»eir menn, er eigi höfðu sjálfir
sjávarútveg, fóru þá til fiskikaupa eins og jafnan hefir
tíðkazt, og fóru á stundum í þær ferðir jafnvel þeir
menn, er mikils vóru metnir og miklir vóru fyrir sér,
og sýnir það, að heldri mönnum til forna þótti enginn
vansi að vinnu. Björn Hítdœlakappi fór til Saxahváls
að fiskikaupum, og var í heimleið úr þeirri ferð, er
þeir frændr J>órðar Kolbeinssonar, Ottar og Eyvindr
sátu fyrir honum i Beruvikrhrauni. Virðist svo sem
slíkar ferðir til fiskikaupa undir Jökul hafi verið all-
tiðar, einkum úr nærsveitunum, þvf að svo kemst saga
Bjarnar Hítdœlakappa að orði: „Héraðsmenn eigu oft
ferðir út á Snæfellsnes eftir fiskiföngum". Atli á
Bjargi, bróðir Grettis, kom úr skreiðarferð vestan
unóan Jökli, er þeir þórissynír, Gunnar og þorgeir,
sátu fyrir honum. þóroddr bóndi skattkaupandi á
Fróðá druknaði, er hann fór út á Snæfellsnes að
I) Njála, kap. II, Landn. bls. 290. Bandam. saga Kbn. 1860
bls. 4.