Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 32

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 32
170 sœkja skreið, og á Fróðá er getið um svo stóran skreiðar hlaða, að hafa varð stiga til að ná skreið niðr1. 2. Eftir að söguöldin þrýtr og fram á 14. öld mun fiskiveiðum íslendinga hafa verið háttað mjög á lík- an veg, og áðr hafði verið. Frásagnirnar eru nú færri, alt þangað til Sturlunga-öldin hefst. f»ó er á nokkrum stöðum minst á fiskiveiðar og ýmislegt, er að þeim lýtr. í Sturlungu er t. d. getið um Ólaf nokkurn Hildisson, sem reri í Ávík á Ströndum um sumar. Sést af þvi, að þá hefir eigi að eins verið siðr að róa þar haust og vor, heldr um há sumartim- ann. Grágás gerir og ráð fyrir hinu sama. í henni er talað um að ráðast i ver og vera i verskálum eigi að eins til miðsumars, heldr og um heyannir, og skyldi stefna mönnum þar(o: að fiskiskálunum) fyrir mál þau, er i verinu gerðust. Fiskiskálar þessir hafa auðsjá- anlega verið hið sama og það sem nú kallast sjóbúð- ir eða verbúðir, er menn hafa flutt sig í frá heimilum sínum til að stunda fiskiróðra. í Biskupasögum vor- um er á nokkrum stöðum getið um fiskimenn, er hétu sér til hjálpar á dýrlinga þessa lands, einkum f>orlák helga, er jafnan þótti hinn mesti bjargvættr manna, og segir sagan, að þeim hafi orðið að trú sinni. þ>á er Guðmundr Arason, er seinna var kallaðr hinn góði, sigldi úr Eyjafirði til biskupsvígslu, varð eftir þjónustumaðr hans, er skipið lagði út, með vatnsker- öld, sem biskup hafði sent hann eptir, og hjálpuðu honum þá út til skips menn þeir, er komu með skreið- arfarm úr Flatey. þá er Guðmundr biskup var rekinn frá stóli (um 1221) af Tuma Sighvatssyni, og menn hans höfðu litlu síðar drepið Tuma að Hólum, þáflýði 1) Sagan al Gretti Ásmundssyni, bls. 98. Eyrb. kap. 53.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.