Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 32
170
sœkja skreið, og á Fróðá er getið um svo stóran
skreiðar hlaða, að hafa varð stiga til að ná skreið
niðr1.
2.
Eftir að söguöldin þrýtr og fram á 14. öld mun
fiskiveiðum íslendinga hafa verið háttað mjög á lík-
an veg, og áðr hafði verið. Frásagnirnar eru nú
færri, alt þangað til Sturlunga-öldin hefst. f»ó er á
nokkrum stöðum minst á fiskiveiðar og ýmislegt, er
að þeim lýtr. í Sturlungu er t. d. getið um Ólaf
nokkurn Hildisson, sem reri í Ávík á Ströndum um
sumar. Sést af þvi, að þá hefir eigi að eins verið
siðr að róa þar haust og vor, heldr um há sumartim-
ann. Grágás gerir og ráð fyrir hinu sama. í henni
er talað um að ráðast i ver og vera i verskálum eigi
að eins til miðsumars, heldr og um heyannir, og skyldi
stefna mönnum þar(o: að fiskiskálunum) fyrir mál þau,
er i verinu gerðust. Fiskiskálar þessir hafa auðsjá-
anlega verið hið sama og það sem nú kallast sjóbúð-
ir eða verbúðir, er menn hafa flutt sig í frá heimilum
sínum til að stunda fiskiróðra. í Biskupasögum vor-
um er á nokkrum stöðum getið um fiskimenn, er hétu
sér til hjálpar á dýrlinga þessa lands, einkum f>orlák
helga, er jafnan þótti hinn mesti bjargvættr manna,
og segir sagan, að þeim hafi orðið að trú sinni. þ>á
er Guðmundr Arason, er seinna var kallaðr hinn
góði, sigldi úr Eyjafirði til biskupsvígslu, varð eftir
þjónustumaðr hans, er skipið lagði út, með vatnsker-
öld, sem biskup hafði sent hann eptir, og hjálpuðu
honum þá út til skips menn þeir, er komu með skreið-
arfarm úr Flatey. þá er Guðmundr biskup var rekinn
frá stóli (um 1221) af Tuma Sighvatssyni, og menn
hans höfðu litlu síðar drepið Tuma að Hólum, þáflýði
1) Sagan al Gretti Ásmundssyni, bls. 98. Eyrb. kap. 53.