Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 34
172
ísaf]örð horfði árið 1236 til landauðnar, áðrfiskr gekk
upp á Kvíamið1.
Hið sama og ég hefi sagt um söguöldina má 0g
án efa segja um 11. og 12. öldina, að fiskr mun þá
eigi hafa verið fluttr af landi brott, sízt til nokkurra
muna. þ>ess var og eigi heldr að vænta, að fiskr væri
þá kaupeyrir við önnur lönd, því að hann var lágr í
verði móti kornmat, en korn vóru þau einu mat-
væli, er flutt vóru til landsins. í vorþingissamþykt
Árnesinga, er gerð var að ætlun manna um 1200,
vóru 120 fiskar hertir á 24 álnir, eða rúmar 13 krón-
ur, eftir þvi verðlagi, sem nú gildir, en mjölvætt kost-
aði þá 30 álnir, eða nálægt 17 kr. Af þessu er ljóst,
að með svo löguðu verðlagi gat landsmönnum eng-
inn hagr verið að því, að selja fisk af landi brott og
kaupa aftr mjöl, heldr hinn mesti skaði. Á seinni
hluta 13. aldar eru merki til þess, að þá var fiskr
fluttr út. Eftir mikil harðindi, sem gengu yfir iandið,
bannaði Eiríkr konungr Magnússon (1294) að flytja
skreið af landinu meðan harðindin stœði yfir. Enn þó
mun það hafa verið fyrst með byrjun 14. aldarinnar
eða á henni öndverðri, að harðfiskr fór að verða al-
gengr kaupeyrir við önnur lönd. þetta sézt ljóst af
dómi kórsbrœðranna, Hákonar Eysteinssonar og Árna
Hallkelssonar, sem dœmdr var í Björgvín 1340, um
tíund til erkibiskups af skreið, lýsi og brennisteini, er
fluttist frá íslandi. Segir svo í dómi þessum, að „fyrir
skömmu fluttist lítil skreið af íslandi, er þá var kölluð
matskreið, enn í vaðmálum hinn mesti varningr; nú
flyzt af íslandi hinn mesti ok bezti varningr 1 skreið
ok lýsi“.2
Um skip, siglingar og sjóferðir íslendinga er víða
1 Sagan af Gretti Ásmundss. bls. 17. Sturl. s. VI. þ, Kap. 44.
2 F. Joh. Hist. Eccles, tom, II, 98.