Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 37
»75
lega bæði verzlun og fiskiveiðar hér við land, enn þeir
höfðu það að engu. Enn er konungr sá að þetta
dugði eigi, bannaði hann íslendingum að eiga við þá
verzlunar viðskifti, og bauð jafnframt hirðstjóranum, að
bægja þeim bæði frá verzlun og fiskiveiðum. Lands-
menn svöruðu konungi því (1419), að þareð þau 6 skip,
sem til væri skilin í gamla sáttmála, hefði eigi komið
um langan aldr, hefði þeir orðið að verzla við þá ut-
anríkismenn, sem með friði hefði komið, og réttan
kaupskap hefði haft, enn þeir hefði aftr látið hegna
þeim „duggurum og fiskurum“, sem hefði rænt og far-
ið óspaklega. Virðist svo sem landsmönnum hafi að
minsta kosti i fyrstu eigi verið ókær koma Englend-
inga, Vigfús ívarsson, er verið hafði hirðstjóri, fór
um þessar mundir til Englands með þeim, og hafði
með sér auk margra gersema 60 lestir skreiðar, sem
eftir núverandi verði á harðfiski mundi nema fulium
30 þús. króna. Frá þessum tíma er til kaupsetning eða
kaupskrá, sem sagt er að íslendingar hafi gert milli
sin og Englendinga. Er skreið þar i svo háu verði,
að 1 vætt af 4, 5 eða hálfrar fjórðu merkr fiski gilti
1 hdr. á landsvisu, og fengust þá fyrir slíka skreiðar-
vætt 4 tunnur af mjöli eða 3 tunnur hveitis. Sé þessi
kaupsetning rétt, þá hefir þetta skreiðarverð verið ó-
vanalega hátt, enda staðið allskamma stund, því ein-
hvern tima eptir miðja 15.ÖM, enn þó fyrir 1479, settu
landsmenn það verðlag, að 3 vættir skreiðar skyldu
vera í hundraði hverju og gilda jafnt 6 tunnum malts
og 4 tunnum mjöls. Enn þó þetta verð á skreiðinni
sé tveim hlutum lægra ennhitt, þá er það þó svohátt,
að það hlaut að vera hvöt fyrir menn, að leggja alt
kapp á, bæði að afla fiskjarins, og selja hann af landi
brott, enda varð nú harðfiskr gjaldeyrir í margar
skuldir bæði til konungs og annara. Torfi Arason,
er hirðstjóri var um miðja 15. öld, fékk Vestmannaeyj-