Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 38
ar að léni (1450) hjá konungi, og átti að gjalda eftir
þær 7 lestir skreiðar á ári, enn áðr höfðu verið goldn-
ar eftir eyjarnar q lestir. Björn f>orleifsson hinn riki
galt konungi 50 lestir skreiðar fyrir fé Guðraundar
Arasonar á Reykhólum; sýnir þetta, að skreið hefir
þá bæði þótt góð vara og verið mikil til. f>ó er á
15. öldinni getið um fiskileysis ár, svo sem 1423 og
f491 2 *•
Bann Eiríks konungs hafði, svo sem sagt hefir
verið, eigi tilætluð áhrif á Englendinga, því þeir komu
engu að siðr. 1416 er þess getið, að brotnað ha£ á
skírdag í ofsaveðri hér við land 25 ensk skip, sem án
efa hafa verið fiskiskip. Árið eptir leyfði höfðinginn
Arnfinnr forsteinsson, sem þá hefir haftkonungs sýslu
á hendi, Englendingum þeim, er þá lágu i Hafnarfirði,
að verzla og fiska hér, enn það leyfi hefir als eigi náð
lengra, enn til þess sumars, er þá stóð yfir. Tóku nú
Englendingar að hafa í frammi als konar óspektir og
íllvirki, og mun það að nokku leyti hafa komið af
því, að konungr og umboðsmenn hans ömuðust við
komu þeirra. jþeir ræntu viða á eyjum og ströndum
landsins, einkum frá 1420—25, svo sem á Vestmanna-
eyjum, sem vóru höfuðstöðvar þeirra, í Olafsfirði, Hris-
ey og Grimsey; brendu þeir kirkjur, spiltu veiðar-
fœrum og höfðu á brottu einkum skreið. Urðu þeir
svo nærgöngulir, að 1422 og 1424 réðu þeir á sjálft
hirðstjórnarsetrið Bessastaði; ræntu fé og drápu menn,
en eyddu bœinn í fyrra sinni. 1425 fóru hirðstjóram-
ir Hannes Pálsson og Baltazar frá Damme að Eng-
lendingum í Vestmannaeyjum, lögðu til orustu við þá,
enn biðu ósigr, og urðu handteknir og fluttir til Eng-
lands. Gagnaðist mönnum þá lítt veiðiskapr og verzl-
1) Nordifk Tidskrift for Oldk. Kbn. 1833, 114.-115. Esp. Árb. 2.
þ. bls. 18, 49, 62, 118.