Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 39
»77
an., Hannes kærði skaða sinn og~ hrakninga fyrir
Engiandsstjórn, þá er hann kom út. Segir hann, að
aðcdstöðvar Englendinga við ísland séu Vestraannaeyj-
ar, því að þar séu. ftskiveiðar betri enn annars staðar
við iandið. Sé svo mikil eftirsókn þeirra eftir fiski
og frekja, að þeir líði eigi, að hann sé fluttr þaðan
brott, fyrr en þeir hafi sjálfir fengið nœgju sína1.
Árið 1431 kærði Eiríkr konungr illvirki þessi,
rán og gripdeildir Englendinga fyrir William Spreen,
sendiherra Heinreks 6. Englands konungs. Urðu þær
málal.yktir, að bcetr komu fyrir, enn þeir konungarnir
gerðu með sér sáttmál árið eftir í Kaupmannahöfn 24.
des. 1432, og var það skilið til, að ekkert enskt skip
fœri til íslands í óleyfi, og lá við lífs- og eignamissir
þeim, er út afbrygði. Samningr þessi eða að minsta
kosti farbannið í honum til íslands, var oft síðan
eudrnýjað á 15. öldinni, enn samt sem áðr komu Eng-
lendingar iðulega bæði til að verzla og ftska, og má
af þessu marka, hversu gagnsöm fiskiverzlun og ftski-
veiðar þeirra hafa verið hér við land, enn margt gerðu
þeir ílt. þ>annig drápu þeir hirðstjórann Björn |>or-
leifsson hinn ríka (1467), enn kona hans Olöf hefndi
þess. Á 15. öldinni (c, 1430) fóru Hansakaupmenn,
einkum frá Hamborg, sem einlægt vóru þá að auka
verzlun sína, að sigla til íslands. þessir útlendu kaup-
menn létu sér nú ekki ncegja, að verzla hér á sumr-
um varning sínum, heldr sátu hér á vetrum. Seldu
þeir þá eigi að eins það, er eftir var af varningnum,
enn þeir tóku sér og jarðir við sjóinn, og höfðu þar
fiskiútveg, enn fengu íslenzka menn að róa fyrir sig,
og sýnir þetta, að fiskiveiðarnar hafa þá verið arð-
samr atvinnuvegr. Spilti þetta fyrir bœndum, bæði
að fá vinnuhjú og sjómenn. f>essar vetrarsetur kaup-
I) Nord. Xidskr. f. Oldk. Kb. 1833, 116-122.