Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 40
17»
manna bönnuðu íslendingar þegar i öndverðu (1431),
enn þær tíðkuðust engu að síðr landsmönnum til skaða.
Að lokum kærðu menn þetta fyrir Kristjáni I (1479),
og bannaði hann þá utanríkismönnum næsta ár allar
vetrarlegur hér á landi, og sömuleiðis að kaupa jarðir
eða hafa þær til umráða1.
Árið 1490 gerðu þeir Hans Dana konungr og
Heinrekr i Englandi sáttmál með sér, og fengu þá
Englendingar fullkomið leyfi, bæði til að verzla og
fiska við ísland. Virðist svo, sem Hans konungr hafi
séð, að betra var að leyfa það, sem eigi varð hindr-
að, þótt bannað væri. Leyfi þessu var lýst yfir á al-
þingi sama ár og sömuleiðis því, að þýzkir kaupmenn
þeir, er konungsbréf hefði, mætti verzla hér. Enn
lögmenn báðir og lögréttumenn allir úrskurðuðu, auk
ýmislegs annars, að engir útlenzkir menn megi hafa
hér vetrarsetu, nema í fullri nauðsyn, og haldi hvorki
íslenzka menn sér til þjónustu, né geri út skip eða
menn til sjávar, enn hver sem hýsi vetrarsetumenn
eða þjóni þeim í óleyfi, gjaldi jafnt og sá, er hýsir
útlagan mann; að engir búðsetumenn skuli vera í
landinu, er ekki hafi búfé til að fœða sig við, sem þó
ekki sé minna enn 3 hndr. Allir, sem minna fé ætti,
skyldi vinna hjá bœndum, að öðrum kosti skyldi afli
þeirra upptœkr, enn þeir sem þá héldi sekir 4 mörk-
um, og er það að núverandi verðlagi yfir 100 kr.2
Dómr þessi, sem kallaðr er Píningsdómr, af þvi
að hirðstjórinn Diðrik Pining var frumkvöðull að hon-
um og samþykti hann, er næsta merkilegr, Hann
sýnir, að kaupmenn hafa þá enn tiðkað vetrarsetur, og
haft sjávarúlveg, enn landsmenn álitið sér hvorttveggja
skaðlegt. Enn fremr lýsir hann því, að þá hafa
1) Lovs. for Isl. I, 35—36. Safn til sögu ísl. II, I. bls. 175, 180.
2) Lovs. for Isl. 40—43.