Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 51
um fisk oftast nær, nema 1695, þá var mikið fiskiár,
enn fiskiföng ónýttust þá mjög. iógovóru hlutir mjög
litlir, og austr í Mýrdal engir, svo að Kirkjubœjar-
klaustrhaldari fékk 24 fiska í 16 hluti, og annar maðr
þar 10 fiska í 18 hluti um vetrarvertíð. 1700 vóru
hlutir fyrir sunnan og vestan mjög litlir; þá var mik-
ið hallæri um land alt. Mest dó þá af búðsetufólki, sem
bœndr höfðu safnað að sér til að fleyta skipum sínuml.
J>á er menn gæta að þessari stuttu skýrslu, þá
sést, að fiskileysis kaflarnir eru einkum þrir, nefl.
fyrst og síðast á öldinni og í kring um 1630; þá vóru
og harðindi til landsins og mannfellir, og falla þannig
saman að miklu leyti harðindin til lands og sjávar á
þessari öld. þ>ó er þess að geta, að sjaldan er fiski-
laust kringum land alt, enn eins og þá var háttað fiski-
veiðum landsmanna, hlutu þeir að falla í hor og hungri
í fiskileysis plássunum, þó nógr fiskr væri fyrir á öðr-
um stöðum við landið.
5-
þ>á er hagr landsins um 1700 var orðinn næsta
bágborinn, fengu landsmenn það hjá konungi, að ann-
ar lögmaðrinn mætti sigla, til að bera fram óskir
manna um endrbœtr og skýra konungi frá högum
landsins, og var til þess kjörinn Lárus Gottrup danskr
maðr. Eitt af erindum hans var það, að biðja kon-
ung þess, að landsmenn mætti ásamt kaupmönnum
eða með aðstoð þeirra gera út 1 fiskiskip i hverjum
landsfjórðungi, svo að ungir íslendingar gæti á skip-
um þessum fengið œfingu í sjómensku. Kaupmenn
vóru eigi ófúsir að taka þátt í þessu á þann hátt, að
landsmenn gerði skipin út að fjórða parti, borguðu
þegar sinn hlut í peningum eða góðum vörum, og að
þeim væri bannað að selja öðrum enn sér það, er þeir
1) Lærd. lista félagsr. 7, 54—58.