Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Page 63
.
201
þoldu miklu betr sjó, og varð siglt þó beitivindr væri,
enn sá galli var á þeim, eins og raunar hinum íslenzku,
að þá er þurfti að snúa þeim í siglingu, varð að fella
seglin og setja seglfestuna (enn hún var þá eigi höfð á
íslenzkum skipum) út 1 kulborðið, og leiddi það af
þessu, að mjög gekk þeim seint, þá er þurfti að slaga.
f>eim var stýrt með sveif, og var það miklu betra enn
stjórntaumarnir, sem tíðkuðust á hinum íslenzku skip-
unum. Sunnmæraskipin vóru ekki hentug hér við
land, sízt í útverum, þar sem brimsamt var og snúast
varð innan um sker og boða, og bjarga varð fljótt
undan sjó, þá er að landi var komið, enda fiskaðist að
sögn eigi eins vel á þau eins og hin íslenzku. Enn
mestan mun gerði þó, að þau kostuðu meira ; íslenzk-
an áttæring mátti fá með rá og reiða fyrir 40 rd., og
jafnvel fyrir töluvert minna, ef hann var úr rekavið ;
enn jafnstórt skip bygt með Sunnmæralagi kostaði að
minsta kosti 72 rd. |>á er þessa er gætt, var ekki að
undra, þó menn væri ófúsir að taka upp skip þessi,
og er það næsta sorglegt, hversu ílla og óhöndulega
tilraunir stjórnarinnar að bœta atvinnu landsins tókust
á þessum tíma, þar sem þó var bæði vilji góðr, og
oft lagt allmikið fé í sölurnar, enn það kom oft til af
þvf, að þeim var trúað, sem lítt þektu til, og vóru
nálega með öllu ókunnir siðum, lifnaðar- og hugsunar-
hætti landsmanna, og þeir ástundum látnir framkvæma
endrbœtrnar, sem ekki einu sinni skildu tungu lands-
manna1.
Verzlun hér á landi var rekin fyrir reikning kon-
ungs 1774—86, og lét þá konungr um leið f samein-
ingu við verzlunina hafa hér við land fiskiveiðar á þil-
skipum. Átti að taka íslendinga á fiskiskipin til að
I) Om den nye Handels Indretniug udi Isl. ved Torchild Fieldsted,
taflan c. Olav. Olavius, Reise i Isl. Fnrbered. XCIX—CI, 3 Afd. 107—
113, 167.