Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Qupperneq 67
2°5
Viðleitni stjómarinnar að efla fiskiveiðarnar, hærra
verðlag að tiltölu á fiski og lýsi enn landvöru, verð-
laun, sem kaupmenn gáfu hepnustu formönnum og
svo löngun manna, að losast við landvinnu, enn ná í
hœgð þurrabúðalífsins, kom þvi til leiðar, að skipum
og sjófólki Qölgaði að mun á 18. öldinni, að minsta
kosti í Gullbringusýslu; enn það munu þó sér í lagi hafa
verið smáfleytur, sem fjölguðu. í Gullbringusýslu
hafði skipum og bátum fjölgað um 200 árið 1770 frá
því sem var við byrjun aldarinnar, og þá var og því
fólki, sem sjó sótti, fjölgað um 500 í sýslunni á hinum
síðustu 70 árum. f>að virðist einnig í fljótu bragði,
sem fis“kiveiðarnar hafi verið í blóma, þegar þess er
gætt, að hin síðustu árin áðr enn einokunarverzlunin
var af numin, var sjávarvara sú, sem flutt var af land-
inu, nálega hálfu meiri að verðhæð, enn landvaran, sem
út var flutt á sama tíma. Enn hér sannast sem oftar,
að „ekki er alt sem sýnist“. f>ess er fyrst að gæta,
að á þessum árum stóðu yfir hinar háskalegu afleið-
ingar af niðrskurðinum í hinum fyrri fjárkláða, og
seinast á þeim gengu Móðuharðindin yfir landið og
eyddu nálega fjórum fimtu hlutum af sauðfé og hross-
um og meiru enn helming af öllum kúpeningi lands-
manna, svo að engan þarf að furða, þó landvaran væri
Htil. Til eru skýrslur yfir útfluttan fisk frá 18. öldinni,
sem sýna, að aflinn hefir als eigi mikill verið, og skal
ég til skýringar setja fáeinar af skýrslum þessum:
Harðfiskr Saltfiskr Tunnufiskr
Árið 1743 var flutt utan 538oskpd. 392 skpd. 658 tn.
— 1764 — — — 6116 — 203 — 513 —
— 1784 — — — 5612 — 2578 — 704 —
þ>.ið má nú sjá, að á þessum þrem tímum er
upphæðin á saltfiskinum og tunnufiskinum svipuð, enn
aftr er útfluttr saltfiskr langmestr síðasta árið, og ber
það ljósastan vott um það, að tilraunir þær, sem gerð-