Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 74
211
liku horfi og þær höfðu verið síðast á 18. öldinni.
Sést þetta ljóst á því, að á þessum tíma fjölga hvorki
skip né bátar að neinum mun, og eigi eykst heldr
fiskr sá, er fluttr er af landi brott, svo teljandi sé.
Árin 1807—1814 vóru báginda ár hér á landi, því að
aðflutningar fengust litlir, sökum ófriðar þess, er þá
stóð yfir. Varð þá neyð mikil og bjargarskortr, eink-
um við sjóinn með tómthúsmönnum. Lagði þá Magn-
ús Stephensen það til, að tómthúsmönnum þeim, er
eigi gæti haft ofan af fyrir sér við sjó, væri vísað
upp f sveitir til átthaga sinna. Á þetta vildi þó stjórn-
in eigi fallast, enn konungr bauð (2i.júlí 1808) yfirvöld-
unum að sjá um, að alin væri önn fyrir bjargþrota
mönnum, þar sem þeir ætti þá heima, enn bannaði
mönnum jafnframt að setjast að framvegis í tómthús,
nema því fylgdi svo mikil grasnyt, að fóðra mætti kú
eða 6 ær, og hefði að auki kálgarð. |>ó máttu amt-
menn veita einstakar undanþágur frá banni þessu, þá
er þeim þœtti nauðsyn til bera, og hefir þetta bann,
ef til vill, nokkuð heft um stundarsakir straum letingja
og ráðleysingja að sjónum1.
Hinn annan fjórðung aldarinnar tóku fiskiveiðarn-
ar framförum, bæði að því leyti, að skip urðu fleiri enn
verið hafði, og útfluttr fiskr óx mikið. Árið 1823 vóru
skip ogbátar í landinu 2175, eða að eins 12 fleiri enn
verið hafði 1804, þá fyrir igárum. Enn árið 1853 vóru
þau orðin 3506. Tala þeirra hafði því aukizt um 1331 á
30 ára tímabili (1821—1853). þ>ó jókst enn meira fiskr
sá, er fluttr var frá landinu á tímabili þessu, eins og
nú skal sýnt: harðfiskr. saltfiskr. tunn. af.
Árið 1806 varútflutt 2,334 skp. 2,01 iskp. isotunn.
1816 — — 2,485 1,304 — 90 —
1840 — — 3,030 13,767 —
1855 — 3,090 — 20,989 — 5?»
1) Lovs. f. Isl. VII. 207—208.