Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 89
227
gátu því eigi verið bindandi fyrir almenning, enn með
lögum ii. des. 1877 er sýslunefndum ásamt íbúum
þeirra héraða, sem í hlut eiga, heimilaðr réttr t ilað
gera samþyktir um ýms atriði, sem áríðandi eru
fyrir fiskiveiðar á opnum skipum í því héraði, svo
sem um það, hver veiðarfæri og hverja beitu megi
hafa, hvort lóðir og net megi liggja yfir nótt, hvernig
leggja skuli net og lóðir, o. s. frv. Að lög þessi hafi
verið nauðsynleg, sést á því, að þó ekki sé liðin
nema 5 ár síðan þau komu út, hafa þó 3 sýslur gert
samþyktir um ýmislegt, er lýtr að fiskiveiðum,
nefnilega ísafjarðarsýsla og Norðr- og Suðrmúla sýsl-
ur, og er lóðabrúkun takmörkuð í samþyktum Aust-
firðinga. Lóðin er einkar fiskisælt veiðarfœri og afl-
ast alloft á hana þorskr, enn þó einkum ísa og stút-
ungr, enn kostnaðarsamari er hún mikið enn haldfœrin,
og einatt missist hún, þá er sökum illviðra verðr að
yfirgefa hana í sjónum1.
5>ó þorskanetin sé veiðarfœri það, er skemst
hefir verið notað hér á landi, þá hefir þó orðið mestr
ágreiningr um þau, með því að sumir hafa talið þau
eitt hið bezta veiðartœri, enn aðrir viljað jafnvel banna
þau með öllu, sökum þess að þau spilti fiskigöngu og
væri auk þess ærið kostnaðarsöm. það er sagt, að
þau hafi fyrst verið höfðtil fiskiveiða á Skagafirði um
1730 °g' hepnazt þar allvel.. Enn hafi svo verið, hafa
þau eigi átt sér þar langan aldr. 1752 kom Skúli
landfógeti með þorskanet frá Noregi, og vóru þau
lögð árið eftir i Hafnarfirði, og þóttu þá mjög fiski-
sæl. Enn skammir tímar liðu þó, áðr menn tóku að
hafa ýmugust á þeim og þykja þau spilla veiði. Tveir
I) Lovs. f. Isl. I, 188, 547.— Lærd. List. flr. 7., 17—19.— pjóð. II.
ár, bls. 49., 15. ár, bls. 66.— Stjórnartíð. ísl. 1879, B. 89-91. 1880,
B. 172-176.
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. IV 15