Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 93
œskuárum þeirra jafnan tekin upp að morgni enn
lögð seinni part dags, enda vóru þau þá lögð að eins
stutt frá landi. Enn þrátt fyrir þessar tálmanir við
notkun netanna, vóru þó ýmsir menn, er þóttu þær
með öllu ónógar, með því að þeir í raun og veru vildu
enga þorskaneta brúkun. |>annig sendu þeir kaup-
maðr Thomsen og verzlunarstjóri Iversen í Hafnar-
firði og ýmsir menn aðrir þar innra (c. 1833) beiðni
til stjórnarinnar þess efnis, að þorskanet væri með öllu
bönnuð íFaxaflóa ; enn er kaupmenn og bœndr íKefla-
vík fengu þetta að vita, skrifuðu þeir til stjórnarinnar
og skoruðu á hana, að taka eigi beiðni Hafnfirðinga
til greina, og með því að sýslumaðrinn í Kjósar- og
Gullbringusýslu fylgdi þeirra máli, þótti það með öllu
ótiltœkilegt að banna þorskanetin ; enn eftir því sem
tímarnir liðu fram, og kapp og áhugi á sjávarútvegi
óx syðra, Qölgaði og þorskanetunum, og áðr taldar
ákvarðanir um notkun þeirra tóku þá smámsaman að
falla í gleymsku. Menn hættu nú að minsta kosti
eftir 1850 að hirða um áðrtalda takmarkalínu frá Keil-
isnesi á Stóra-Hólmsbœ. Má svo að orði kveða, að
kapps- og dugnaðarmenn hafi hin síðustu 20 ár fœrt
sig með net sín æ lengra og lengra norðr og vestr í
flóann. Árið 1866 vóru net fyrst lögð inn á Sviði í
fiskileitum Seltérninga og síðan œrið oft, þá er neta-
fiskr hefir gengið þangað. fannig hefir á seinni ár-
um netasvæðið stœkkað í allar áttir, þrátt fyrir það
þó margir hafi ætlað, að eftir þvi sem þorskanetin
fjölguðu, eftir þvi mundu þau spilla meira fiskigöng-
unni á grunni upp. þ>á er kapp manna tók fyrir al-
vöru að vaxa við netabrúkun, hættu menn og að skeyta
um tíma þann, er kgsbréfið 18. sept. 1793 til tók, að
fyrst mætti leggja netin á, nefnilega 14. marz, enn
lögðu þau undir eins og minstu vonir vóru til, að í
þau gæti fiskazt. ]?etta þótti mörgum, einkum þeim,