Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Síða 97
235
lona; hefir sú verzlan haldizt siðan, ogf Spánn jafnan
verið einn hinn bezti markaðr fyrir íslenzkan saltfisk1.
J>á er einokunarverzlunin var hafin, gátu menn
verzlað vöru sinni þar sem menn vildu, og verkað
hana eins og bezt gengdi; þó gekk tregt, að saltfisks-
verkun yrði almenn, enda var fljótt yfir því kvartað á
Spáni, er landsmenn uiðu sjálfráðir, að saltfiskrinn frá
íslandi væri eigi eins vel verkaðr, eins og verið hafði
á konungsverzlunartímunum, og lét þá rentukammerið
stiftamtmann minna landsmenn á, að verka fisk sinn
vel.. f>að mun fyrst hafa verið á árunum 1820—40,
að almenningr tók að verka afla sinn syðra og vestra
í saltfisk, enn á Norðrlandi og eystra í Múlasýslum var
nálega allr fiskr fram að 1870 hertr, enda fiskaðist
þar þá oft fremr lítið af reglulegum þorski; enn nú
fyrir 10 árum, er síld fór að verða almenn beita á
Eyjafirði og Austfjörðum og þorskafli mikill á sumr-
um, fengu menn þangað sjómenn sunnan frá Faxaflóa,
og létu þá kenna saltfisksverkun, og fer það nú óð-
um í vöxt. að salta þar þorskinn, og þykir ábatasamt.
Jafnan hefir vestfirzkr saltfiskr þótt betr verkaðr enn
hinn sunnlenzki, enda gerir það, ef til vill, nokkurn
mun, að á Vestrlandi er miklu þurrara loftslag enn
syðra. Fram yfir 1840 var saltfisksverkun hér á landi
góð yfir höfuð, og það svo, að íslenzkr saltfiskr seld-
ist að mun betrennhinn norski, enn þá fór fiskverkun-
inni að smáhnigna, og svo var hún orðin 1846, að
kaupmannafélag það í Barcelona, er keypti íslenzkan
fisk, lét stjórnina vita, að ef ekki yrði séð ráð til þess,
að íslenzki saltfiskrinn væri betr verkaðr framvegis,
mundi fara svo, að hann yrði ekki keyptr á Spáni.
Bauð þá rentukammerið stiftamtmanni næsta ár, að
I) Lovs. f. Isl. I, 464-65, 507, 574. Ol. Olav. Reise i Isl. Forbered.
CX-CIXI.