Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Side 100
það er hœgt að sjá, hvflíkt fjarska-tjón slíkt mundi
verða f'yrir landið1.
III.
J>eSs hefir áðr verið getið, að á þessari öld hafi
skipum fjölgað og allr sjávarútvegr mikið batnað, og
það verið kallaðar framfarir. Enn eru þá fiskiveiðar
vorar í svo góðu lagi, sem vera ætti? |>essu hlýtr
hver sá, er til þekkir, að svara á þá leið, að langt sé
frá að svo sé. Bjargarvandræðin við Faxaflóa 1876 og
1877 eru nýr og ljós vottr þess, hversu fiskiveiðar vor-
ar eru enn ófullkomnar. £>að má með sanni heita
hörmulegt ástand, að íbúar þess héraðs, þar sem sjó-
menska er einna lengst komin á landinu, skuli líða
hungr, þá er fiskr gengr þar eigi svo grunt, að hann
verði sóttr á opnum skipum, enn menn frá öðrum þjóð-
um, sem komnir eru hingað um langan sjó, rífa á
sama tíma fiskinn upp umhverfis landið eftir vild að
heita má, og góðr afli á opnum skipum annarstaðar á
landinu, eins og var nyrðra og eystra 1876 og 77.
Enn til þess að gera oss enn ljósara ástand fiskiveiða
vorra, verðr að bera þær, að svo miklu leyti sem hœgt
er, saman við fiskiveiðar Frakka hér við land. f>að
mun mega telja, að hér um bil 4500 manna frá Frakk-
landi hafi stundað hér á seinni árum fiskiveiðar, og
það hefir verið tekið fram áðr, að meðaltal af afla
þeirra við ísland árin 1876—77 hafi verið 76,882 skpd.
af saltfiski. Á árunum 1873—75 fluttust héðanaflandi
22075 skpd. af saltfiski og af harðfiski 845 skpd. ár-
lega að meðaltali. Ef vér nú gerum ráð fyrir, að á
sama tíma hafi verið 71 þúsund manna á landinu, að
það sem hvert mannsbarn neytti af fiski, hafi árlega
l) þjóðólfr 15. ár, bls. 66, 30. ár, bls. 89, 31. ár, bls. 3 — 6.