Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 111
249
að þau heimili eru eigi fá, er enga kenslu geta veitt
börnum, svo að gagni sé, þó að ekki sé um annað að
gera enn það, sem heimtað er til fermingar. f»að er
alment að menn ímynda sér, að hver og einn geti
kent barni að lesa, ef hann er kallaðr læs sjálfr. Enn
það, að vera læ.r, á ekki saman nema nafnið, og sá,
sem ekki hefir lært að lesa rétt sjálfr, getr ekki
kent það öðrum. Á þeim stutta tíma, sem ég hefi
fengizt við barnakenslu, hefi ég þráfaldlega rekið mig
á það, að börn, sem hafa átt að heita læs, hafa ekki
einu sinni lært að þekkja stafina, eða kunnað að
nefina pd réttu nafini. þ>að er t. d. mjög títt, að börn-
um er kent að nefna stafinn ,.ð“ „d“, „y“ hafa þau
lært að kalla „au“, o-'\b ó, i-ið í, j-ið í, blanda al-
veg saman i og e og u og ö. Alt þetta kemr til af
því, að þeir, sem áttu að kenna þeim að lesa, hafa
ekki kunnað að nefna stafina sjálfir. Á kenslu í lestri
verða oft meiri örðugleikar enn þyrfti að vera fyrir
þá sök, að menn hafa ekki hirðingu á að kaupa staf-
rófiskver, því að kensla í lestri án stafrófskvers eykr
bæði kennaranum og barninu margfalda fyrirhöfn.
Afleiðingin af þessari slæmu tilsögn er meðal annars
só, að sá, sem þannig hefir lært að lesa, á hér um bil
ómögulegt með að læra rétta stafsetningu þegar hann
skrifar; enn skriftarnáminu ætti rétt stafsetning að
vera svo mjög samfara sem auðið er. Tilsögnin í skrift
og reikningi verðr, því miðr, þessu lík. |>að mun
varla of hermt, að til sé heilar sveitir eða hreppar,
þar er varla nokkur maðr sé fœr um að gegna opin-
berum störfum, t. d. hreppstjórn, ekki af því að menn
vanti greind — hana hefir náttúran gefið íslendingum
eigi síðr enn öðrum þjóðum—heldr af því, að þá vant-
ar pekkingu, þá einföldu þekkingu, að lesa rétt og
skrifa rétt, einmitt hina sömu frummentun, sem nú er
að lögum heimtuð af hverjum 14 vetra unglingi.