Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 114
252
f einu, þvf að við þvi er hætta búin, að það, sem
nauðsynlegast er. verði þá á hakanum, eða sú stund
ekki lögð á það, sem nauðsynlegt er til þess, að barn-
ið fái í því fulla festu.
Enn hvort sem um er að rœða barnaskóla eða
alpýðuskóla, o: skóla, er veiti frekari og almennari
mentun enn barnaskólinn. þá ber nauðsyn til, eftir því
sem hér stendr vfðast á i sjávarsveitum, að kenslan
fáist í þeim ókeypis, til þess að sem flestir geti orðið
hennar að njótandi, því að barn öreigans er jafnborið
til barnaskólamentunar og barn auðmannsins. Enn
engin tilsögn fæst fyrir ekkert; mentunin kostar pen-
inga, og spurningin verðr þá: Hvar á að taka þá ?
Mörgum vex i augu, sem vonlegt er, sá kostn-
aðr, er af því myndi fljóta, að stofna svo marga al-
þýðuskóla og barnaskóla, sem þörf er á, eingöngu
fyrir opinbert fé, eða landsjóðsfé, enda sýnist það
eðlilegt, að sýslufélög og sveitafélög beri töluvert af
þeirri byrði, enn á þau má þó ekki leggja meira enn
þau geta risið undir, og eigi heimta meira af þeim,
enn þau geta í té látið. Ætti þessi félög að standa
straum af skóla handa sér, svo gott sem af eigin ramm-
leik, er hætt við því, að skólinn yrði eigi svo úr garði
gerðr, að útbúnaði og kenslukröftum, að hann gæti
komið að tilætluðum notum, því að fyrir lítið og ónógt
fé fæst lítil og ónóg kensla; það er eins vist eins
og að fyrir ekkert fé fæst engin kensla. Á hverjum
hvilir og sú skylda, að sjá alþýðunni fyrir nœgilegri
mentun? Hvílir hún á einstökum mönnum, eða mann-
félaginu, eða á landinu? f>að væri óþarft verk að
telja úr einstökum mönnum og félögum, að gera það
litið sem þeir megna, enn það sem þar á vantar,
hlýtr að greiðast af almannafé, því að ávalt mun
nokkuð á vanta, pó að ekki skorti góðan vilja hjá
sveitastjórnum og sýslunefndum. Hér er ekki þess