Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 19
19
Víða er alltilfinnanlegur skortur á húsrúmi handa
börnum á skólaaldri, og kveður stundum svo rammt
að þvi, að það verður að neita börnum inntöku í
skóla sökum rúmleysis. Innflytjendamergðin og
fólksfjölgunin á mikinn þátt í þessu, því að þótt
byggt sje fullstórt skólahús, þá er það einatt orðið
of lítið eptir þrjú til fjögur ár.
Af skólaáhöldum má sjerstaklega nefna eins-
manns-borðin (single desks) og veggtöflurnar, af þvi
að þetta hvorttveggja er nokkuð einkennilegt fyrir
skóla i Bandarikjunum. þ»að er sjálfsögð saga, að
þar eru og ýms önnur skólaáhöld til að gjöra kennsl-
una sem notabezta, eigi síður en svo viða í skólum
i Norðurálfunni, t. d. myndir af ýmsum hlutum,
eptirmyndir þeirra eða hlutirnir sjálfir, áhöld til
ýmissa tilrauna, hentugar kennslubækur o. s. frv.
Eins manns borðin eru svo gjörð, að að eins einn
nemandi situr við hvert þeirra, aðskilinn frá öllum
öðrum. J»etta fyrirkomulag er næsta hagkvæmt;
það er miklu síður hætt við, að hver tefji fyrir öðr-
um, eða órói vakni; hver vinnur út af fyrir sig og
getur ekki fengið neina óleyfilega aðstoð, heldur
verður að læra að treysta sjálfum sjer. 5>að sem
stendur í vegi fyrir, að borð þessi verði algeng, er,
að þau með tilheyrandi sæti eru talsvert dýrari en
borð þau og bekkir, sem tíðkazt hafa. Víða láta
menn sjer nægja að hafa tveggjamannaborð, af því
að þau eru ódýrari en eins-manns-borðin; en jafn-
þægileg eru þau ekki.
Veggirnir í skólaherbergjunum eru mjög þaktir
svörtum veggtöflum; þær eru látnar ná yfir svo
mikið af veggjunum, að allir þeir nemendur, sem
saman starfa, geti í einu verið við starf sitt við þær.
fessar töflur eru mjög notaðar við kennsluna;
2*