Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 20
20
kennararnir skrifa sjálfir á þær og teikna, til að
sýna nemendunum ýmislegt og útlista það fyrir
þeim; hið sama láta þeir og nemendurna gjöra.
Fjárhagur skólanna.
Skólarnir fá mestar tekjur sínar af skólajörðun-
um. J>essar jarðir hafa þeir eignazt þannig, að árið
1785 og 1787 var svo fyrirskipað með lögum, að
þritugasti og sjötti hluti af þjóðjörðum skyldi ganga
til skólanna, og í þeim rikjum, sem stofnuð hafa
verið síðan 1848, er átjándi hluti af þjóðjörðunum
eign skólanna. Skólajarðirnar f Bandaríkjunum
eru um 150,000,000 ekrur (ein ekra nokkru meir en
»/, engjadagsláttu). fessar jarðir eru allt af að
hækka í verði, og má því segja, að skólar Banda-
ríkjamanna hafi nálega ótæmandi tekjuuppsprettu.
Umsjón jarðanna er í höndum hlutaðeigandi
skólastjórnenda.
Árið 1835 var fjárhagur Bandarikjanna i svo
góðu lagi, að allsherjarþingið fjekk ríkjunum í
hendur um 100 miljónir króna; skyldu þau verja fje
þessu til þarflegra fyrirtækja. Sum ríkin stofnuðu
af þvi skólasjóði. Skólasjóðirnir eru orðnir mjög
auðugir, og var svo talið til, að þeir árið 1875
mundu hafa átt yfir hálft annað hundrað miljónir
króna. Auk þessa hafa skólarnir ýmsar aðrartekj-
ur, bæði víntoll og skólagjöld úr rikjunum, hjeruð-
unum og hreppunum. Sjálft skólagjaldið er mjög
mishátt. Einstakir menn eru mjög örlátir við skól-
ana, og streymir þannig til þeirra stórfje ár hvert.
J>að fje, ssm menntamálaskrifstofan fjekk skýrslu
um, að gefið hefði verið til alls konar skóla árið
1882, var fram undir 30 miljónir króna.
það má ráða af þvi, sem hjer er sagt að framan
um það, hvernig skólar fái tekjur sínar, að torvelt