Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 23
látbragðinu athafnir þær, sem um er talað í kvæð-
inu, sem sungið er. f>að er auðvitað, að börnum á
fjórða eða fimmta ári eða enn yngri verður eigi
kennt á sama hátt og eldri börnum; meira að segja;
slíkt verður að forðast. En þó er eigi lítið unnið
við þá fræðslu, sem börnin fá í þessum skólum ;
þau læra að taka eptir, koma orði fyrir sig og að
beita höndunum; þar læra þau að elska hvert ann-
að og hjálpa hvert öðru, og þá. má eigi gleyma
því, að þau læra þar að leika sjer saman, en slikt
hefur mjög mikla siðferðislega þýðing fyrir börn á
öllum aldri.
Lestur.
þ>að má alveg heita úr gildi gengið í Banda-
rikjunum, að kenna lestur eptir hinni gömlu stöfun-
araðferð vorri, þannig, að fyrst sje kennt að þekkja
stafina og nöfn þeirra, síðan að kveða að og loks
að lesa heil orð ; þessi kennsluaðferð er og lögð
niður víða annarstaðar, enda hefur hún allmikla ó-
kosti i för með sjer. Einkum er torvelt að kenna
að lesa eptir henni þau mál, sem rituð eru mjög
fjarri framburði. f>að er munur á, hve vjer íslend-
ingar berum mál vort yfir höfuð fram nær stafa-
hljóðinu en Englendingar, og þó verða hljóð margra
stafa næsta ólík hjá oss í orðum því sem nafnbók-
stafsins út af fyrir sig bendir á. Vjer nefnum bók-
stafinn l ell, en ef vjer kveðum að l-a, þá segjum
vjer eigi ella, heldur la; b-e-z-t lesum vjer best, en
eigi bje-e-seta-tje o. s. frv. í stað stöfunaraðferðar-
innar hafa verið teknar upp ýmsar aðrar aðferðir,
bæði í Bandarikjunum og annarstaðar. Sumstaðar
er viðhöfð hljóðkennsluaðferðin; hún er i þvi fólgin,
að stafirnir eru táknaðir með hljóðum sínum, en
eigi með nöfnum. f>essi aðferð hefur auðsæa yfir-