Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 55
55
mun kennarinn hæglega geta sjeð, hvenær slíkt er
nauðsynlegt. jþað er hvorki gott að sitja mjög
lengi í einu, nje heldur að standa; bezt er að skipt-
ast á um það. það parf að vera ríkjandi regla í
byrjendaskólum, að hafa tilbreyting á allri starfsemi
par. J>að má við hafa mesta fjölda af likams-
hreyfingum; það má láta börnin hlaupa, gjöra fim-
leikaæfingar með öllum h'kamanum eða með hönd-
um og fótum; einkum eiga þær hreyfingar vel við,
sem söngur getur verið samfara, t. d. að ganga eptir
hljóðfalli. J>essum góðu ráðum hefur verið eigi svo
lítið fylgt. Að minnsta kosti fá börn opt smáhvíldir
og dálitla hreyfing i ameríkönskum skólum, því að,
eins og að framan er ritað, skiptist það svo opt á,
að deildunum í sama bekk sje hlýtt yfir, og að þær
starfi sjálfar. Við það bætist, að börnin fá frístund
bæði fyrri hluta og síðari hluta dags, til að leika
sjer á meðan kennslustundirnar standa yfir; þykir
þeim tíma alls eigi til ónýtis varið. Um þetta segir
rithöfundur einn : „í>að þarf eigi að hafa kynnt
sjer mikið eðli barnanna, til að sannfærast um það,
að þeim er eins nauðsynlegt að fá að leika sjer,
eins og þeim er andardrátturinn ; það er nauðsyn-
legt fyrir þau, til að geta orðið hraust og náð full-
um þroska og framförum. Auk þessa er leikvöll-
urinn fyrsti skólinn, sem börnin ganga í til að læra
að lifa fjelagslífi; þar er það, að þau læra að um-
gangast sína lika“.
J>að ber vott um umhyggju fyrir heilsu nem-
endanna, að timar eru eigi hafðir lengur en fimm
stundir á dag, og það þó með hvíldartíma á milli.
Auk þess er í byrjendaskólum opt eigi hafðir tím-
ar nema að eins fyrri eða síðari hluta dags með
sömu deild; getur það bæði komið af þvi, að skóla-
hásið rámi eigi öll börnin i einu, og eins af því, að