Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 61
61
að leika sjer með hinum börnunum, svo að það venji
þau eigi á hið sama; ef það hlýðir ekki kennaran-
um, þá er rjett að kúga það til hlýðni eða reka
það á braut. Ef þessu eru samfara nauðsynlegar
bendingar um það, af hverju refsingin er komin og
um tilgang hennar, þá mun þess háttar refsing reyn-
ast margfalt fremur siðbætandi fyrir nemendurna,
bæði sökudólgana og sjónarvottana, en svipuhögg
og fjöldi af handahófsrefsingum“.
Pickard ræður til, að gjörður sje vendilega
munur á yfirsjónunum, því að hætt er við að öðr-
um kosti, að börnin sjálf gjöri það ekki og hugsi,
að það sje jafnljótt að tala í tímunum eins og að
skrökva, að blístra eins og að brúka ljótan munn-
söfnuð.
Merkiskona ein, Ladreyt, lætur í ljósi söinu
skoðun um refsingar sem Wickersham. Hún segir
svo : „Allar refsingar eiga að miða til þess, að
börnin læri að hugsa um afleiðing gjörða sinna, og
finna fullvel til þeirra; þeim skal aldrei refsað í
reiði, nje fyr en þeim hefur verið sýnt fram á nauð-
syn refsingarinnar og að hún væri sanngjörn. Stund-
um er pað rjett, að leita álits bekkjarins eða alls
skólans um refsinguna“.
f>etta siðast nefnda atriði er einkennilegt fyrir
Ameríku. J>að er vist eigi svo algengt annarstað-
aar, að leita ráða hjá börnum um skólaaga, en þar
er það venjulegt, og víst er um það, að sú aðferð
getur einatt verið hin affarabezta.
f>að er að vísu leitað ráða til barna þar um
fleira en skólaaga einn; þeimergefinn kostur á, að
láta skoðun sína í ljósi um marga hluti, og það er
ekki eingöngu gjört til að venja þau á, að íhuga
það mál, sem u.m er að ræða, og tala um það, held-
ur til að fá að vita skoðun þeirra á því; geturslikt