Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 71
71
veglegum ljóma yfir vorn fámenna hólma, „kappa-,
skálda- og sögu-landið“, enda hafa þeir ávalt verið
margir vor á meðal, sem haft hafa miklar mætur á forn-
sögunum, og talið þær meðal vorra beztu dýrgripa.
Sögurnar hafa samt átt nokkuð misjöfnu láni að
fagna hjá útlendum fræðimönnum, og er það ekkl
tiltökumál. Frændr vorir á Norðrlöndum hafa, svo
sem eðlilegt var, gefið fornritum vorum mestan
gaum og notað þau á ýmsan hátt i sinar þarfir;
voru það Svíar, er fyrst fengu mætur á þeim og
tóku að leggja kapp á að safna þeim, og síðan
Danir. Meðal þeirra lifði og starfaði íslendingrinn
formóðr Torfason (Torfæus), sagnaritari Danakon-
ungs (f. 1636, •{• 1719); „hann ritaði um Danakon-
unga, og margt annað, og rengdi mjög margt í þeim
sögum, er Danir höfðu haft þangað til um hin fornu
tíðindi, ogkom íslendingum í það álit fyrstr, að þeir
vissi allar sögur Norðrlanda sannastar í forneskju“
(sbr. Árb. Espólíns VII. 36. bls.). þetta álit hefir
að miklu leyti haldizt fram á vora daga, en nú
kveður við alt önnur bjalla hjá sumum fræðimönn-
um; þeir þykjast vera komnir að raun um, að mörg
íslenzk. saga, sem áðr þótti ágæt, sé ekki annað en
söguborin skáldsaga (historisk Roman), ættartöl-
urnar séu tilbúningr hégómagjarnra höfðingja o. s.
frv. — Jafnvel landi vor Dr. Guðbrandr Vigfússon,
er fyrrum gjörði manna mest úr sögunum, og tók
þær hiklaust fram yfir útlendar árbækr, er nú orð-
inn svo breyttr, að hann tekr ensk sagnarit hik-
laust fram yfir sögurnar. Hinn danski fræðimaðr
Dr. E. Jessen hefir sjerstaklega gjört sér far um
að niðra fornsögum vorum, jafnvel í þýzkum tíma-
ritum (Sybels historische Zeitschrift). Annardanskr
fræðimaðr, Dr. Joh. Steenstrup, háskólakennari í
Kaupmannahöfn, hefir nýlega ritað stóra og fróð-