Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 90
90
nerne“ sýnt fram á það, hversu ólíklegt það sé, að
eins ómerkilegr og óheppinn konungr og Ragnfreðr
var, hafi orðið í sögusögninni, að frægðarmannin-
um „Ragnari loðbrók". Hann vill leita aðRagnari
meðal sækonunga g. aldarinnar, og þykist hafa
fundið hann, þar sem nefndr er víkingahöfðinginn
Ragnar árið 845, og nokkru seinna í irsku árbóka-
broti „Raghnall mac Albdan“, konungsson frá „Lo-
chlann“, sem sagt er að hafi átt mikla og víðförla
víkingahöfðingja fyrir sonu. En á móti þessu hefir
Norðmaðrinn Dr. Gustav Storm haft það (í „Kri-
tiske Bidrag til Vikingetidens Historie I Kristiania
1878), að einn samtiða rithöfundr segir með berum
orðum, að Ragnar sá, er herjaði á Paris, hafi dáið
rétt eptir heimkomuna (845), og getr hann eptir
því ekki verið sami maðr og „Raghnall mac Alb-
dan“, enda er „Raghnall“ og Ragnar ekki sama
nafn, því að „Raghnall“ samsvarar norræna nafn-
inu „Rögnvaldr“, og þessi „Rögnvaldr Hálfdanar-
son“ er sagðr kominn frá „Lochlann“, sem táknar
fremr Noreg en Norðrlönd í heild sinni i írskum ár-
bókum ýrd peim tíma, og sérstaklega í árbókabroti
því, sem um er að ræða. Hins vegar er Storm á
því, að sögurnar um „Ragnar loðbrók“ séu runnar
frá þessum Ragnari, sem dó 845, en hann hafi þó
ekki verið faðir Loðbrókarsona þeirra, er koma til
sögunnar á seinni hluta g. aldar, og eru að ætlun
Storms kendir við móður sína1. Annars eru báðir
1) Storm tékr það fram, að víkingar þessir séu kall-
aðir að eins »Loðbrókarsynir» í útlendum ritum, og elztu
annálum Dana, og sama séu þeir opt og einatt neíndir
af Islendingum, einkum þegar talað sé um víkingaferðir
þeirra, þótt nafnið »Ragnarssynir» sé þar jafnan öðrum
þræði. Séu nú þessir nafnfrægu víkingar 9. aldarinnar
rétt nefndir Loðbrókarsynir, en rangt nefndir Ragnarssyn-