Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 96
96
þeir þektu þá, úr því að Danir sjálfir gleymdu þeim
að mestu eða öllu, eins og áðr er á vikið. Helzt
verið Haraldr hilditönn og Kandvér, er gjörzt hafi síðan
konungr yfir Danaríki, og fengið Ásu, dóttur Haralds
konungs ens granrauða norðan úr Noregi. Eptir sögu
Snorra í »Hkr.» átti Guðröðr hinn mikilláti (göfugláti),
konungr á Vestfold (er margir halda sama mann og
»Godefridus» Danakonung, mótstöðumann Karls mikla)
Ásu þessa fyrir seinni konu, en fyrri kona hans er nefnd
Álfhildr (Hkr., Yngl. 53. k., 40. bls.). Nú mættiímynda
sér, að hið sögulega tilefni þessarar missagnar í Herv.,
væri það, að Guðröðr eða einhver frændi hans á undan
honum (Sigfröðr?), hefði verið settr yfir Jótland sem
undirkonungr vegna mægða við yfirkonunginn (Kagnar?),
en síðan hefði hann lagt alt Danaveldi undir sig, og
stökt úr landi konungsætt þeirri, er ríki hefði átt á eyj-
unum (ættkvísl Sigurðar orms í auga ?). Hefði svo sá
ættleggr lengi verið landflótta (á Fríslandi?), unz hann
hefði aflað sér ríkis á Englandi (með Gormi konungi í
Austr-Öngli 880—90, og Guðröði konungi á Norðymbra-
landi 880—94), og komizt að því búnu til valda í
Danmörku aptr. Má finna ýmislegt þessu máli til stuðn-
ings. Saxi segir svo frá 1. IX., p. 464.—65., að sonr
Sigurðar orms í auga hafi verið barn að aldri er faðir
hans lézt, og hafi því verið rekinn frá ríki af öðrum
konungi, en komizt þó seinna til valda aptr. Adam frá
Brimum segir (I. 54.), að Hörða-Knútr (sem hann kall-
ar Hardegon), hafi komið frá »Nortmannia» og rekið frá
völdum konung þann, er fyrir var í Danmörku, en Joh.
Steenstrup hefir getið þess til, að hér sé mishermt »Nort-
mannia» fyrir »Northumbria», og styðst sú getgáta við
þá frásögn »Anonymi Roskildensis» (Scr. r. Dan. I.
373—86.), að Sveinn nokkur »Nortmannorum transfuga»
(flóttamaðr Norðmanna), hafi unnið England, og synir
hans Gormr og Hörða-Knútr Danmörk, hafi svo Gormr
tekið Danmörk, en Hörða-Knútr England. Saxi segirfrá
því 1. IX., p. 468., að Gormr konungr »hinn enski» hafi
mist England, þegar hann hafi farið til Danmerkr til að
taka þar við ríki, og þótt hér sé eitthvað málum bland-
að, þá virðast þessar sagnir vísa til þess, að œttmenn
Gorms gamla hafi komið frá Englandi til Danmerkr.
Merkilegt er það, að fundizt hafa enskir peningar frá